Þessa vikuna stendur yfir fjórða námskeiðið í sumar en alls verða þau átta talsins.
Meðfylgjandi eru myndir frá starfinu en ýmislegt hefur verið brallað það sem af er sumri.
Á smíðavelli var tálgað og smíðað úr afgangstimbri og pappa það sem krökkunum datt í hug. Þar má nefna dúkkuhús, dúkkuskiptiborð, sverð, skjöldur, indjánatjöld, snaga, hálsfesti, göngustafi, töfrasprota, álfa, báta og skemmtiferðaskip.
Á ævintýranámskeiði var drullumallað, leirað og föndrað, farið út að leika í rokinu, farið í leiki, grillaðir sykurpúðar, blásnar risa sápukúlur og fleira.
Í listasmiðjum hafa fjölmörg listaverkin orðið til, til dæmis mósaík, litríkar kýr, Pop-Art myndir í anda Andy Warhol, mandölur, skrapmyndir, krítarmyndir og margt fleira.