Ávextir fyrir grunnskólanemendur í boði fyrirtækja í Grundarfirði

Undanfarin ár hafa grunnskólanemendurnir okkar verið svo heppnir að fyrirtæki og stofnanir hér í bæ, hafa boðið þeim upp á ávexti á morgnana.

Gönguferð í kvöldblíðunni

Gönguferð upp með Ytri-Búðá og upp Langahrygg undir Þröskuldadali. Göngufólk mun hittast við Sögumiðstöðina í Grundarfirði 6.ágúst kl. 19:30. Sjá Facebooksíðu Ferðafélags Snæfellsness.     

Frá Grunnskóla Grundarfjarðar

Grunnskóli Grundarfjarðar hefst miðvikudaginn 21. ágúst.  Nemendur mæta í skólann kl. 10.00 og fá afhenta stundaskrá og gögn.  Nánari upplýsingar varðandi stofuskipan og umsjónarkennara verða sendar til foreldra í næstu viku gegnum Mentor. Kennsla hefst skv. stundaskrá fimmtudaginn  22. ágúst.   Skólastjóri  

Á góðri stund

Bæjarhátíðin „Á góðri stund“ fór fram um liðna helgi, dagana 25.–28. júlí. Að loknum hverfaskreytingum á fimmtudegi bauð Samkaup bæjarbúum og bestum til grillveislu í hátíðartjaldi. Að loknu grilli steig Sólmundur Hólm á svið og fór með uppistand. KK og Maggi Eiríks fylgdu svo í kjölfarið. Það má samt segja að stjörnur kvöldsins hafi verið þær Gréta Sigurðardóttir og Kristbjörg Ásta Viðarsdóttir. Þær sungu nokkur lög og spiluðu á gítar við mikla hrifningu áhorfenda.    

Það gengur á ýmsu hjá víkingunum

   

Froðugaman

    Börn og fullorðnir skemmtu sér vel á Kirkjutúninu í dag.

Grænir eru hugmyndaríkir

 

Le Soleal

  Lúxusskemmtiferðaskipið Le Soleal lagðist að Grundarfjarðarhöfn í morgun. Skipið fór síma jómfrúarferð í júní fyrr á þessu ári og er því alveg nýtt. Um borð eru um það bil 200 farþegar.         

Bærinn skartar sínu fegursta

    Bæjarbúar vinna hörðum höndum að því að koma bænum í hátíðarbúning.

Opnunartími sundlaugarinnar um helgina

Föstudagur: 07:00 - 20:00   Laugardagur: 10:00 - -19:00   Sunnudagur: 10:00 - -19:00   Athugið að ekki er hleypt ofaní laugina hálftíma fyrir lokun. Börn undir 10 ára þurfa að vera í fylgd með 15 ára eða eldri, ekki er leyfilegt að vera með fleiri en 2 börn nema að þau séu í fylgd með foreldri eða forráðamanni. Æskilegt er að fólk sé farið út úr húsi við lokun.