Laus störf í heimaþjónustu

Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga leitar eftir starfskrafti til að annast heimilishjálp í Grundarfjarðarbæ. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst, vinnutími eftir samkomulagi. Gerð er krafa um lágmarkskunnáttu í íslensku talmáli. Laun greidd skv. samningum SDS.  

Wolna posada - pomoc

Biuro usług do spraw socjalnych i szkolnictwa poszukuje osób chętnych do udzielania usług w pracach domowych w miejscowości Grundarfjörður Konieczne jest natychmiastowe rozpoczęcie pracy. Godziny pracy do uzgodnienia. Wymagana minimalna znajomość języka islandzkiego. Wynagrodzenie zgodne z umowami  SDS.

Græna tunnan tæmd í dag

Vegna slæmrar veðurspár á morgun verður græna tunnan tekin í dag mánudaginn 9. september.  

Bókasafnsdagurinn 2013

  Bókasafnsdagurinn 2013   Lestur er bestur - spjaldanna á milli   Bókasafn.is, nýr vefur bókasafna á Íslandi hefur verið opnaður.  

Gjaldskrá fárra og gjaldskrá flestra

Eftirfarandi grein bitist í Jökli í dag:   Í síðasta tölublaði Jökuls var grein eftir bæjarstjórann í Snæfellsbæ þar sem hann bar saman gjaldskrár leikskóla á Snæfellsnesi. Þar var tekið ímyndað dæmi um kostnað foreldra við leikskóla í fjögur ár, fjóra tíma á dag. Gallinn við þessa framsetningu er sá að afar fáir nýta þjónustuna á þennan hátt, um 3% leikskólabarna að meðaltali á Vesturlandi. Samanburðurinn er því marklaus í allt að 97% tilvika.  

Félag eldri borgara

Félag eldri borgara í Grundarfjarðarbæ hefur starfsemi sína eftir sumarfrí með opnu húsi í Samkomuhúsinu, sunnudaginn 8. september, kl. 15:00. Spjall og kaffi. Borgarfjarðarferðin 13. september kynnt. Nýir meðlimir velkomnir. Stjórnin 

Tilnefningar til menningarverðlauna 2013

Menningar- og tómstundanefnd Grundarfjarðarbæjar hefur ákveðið að veita viðurkenninguna Helgrindur í ár. Viðurkenningin hefur verið veitt til þeirra sem þótt hafa skara fram úr í ástundun og/eða störfum að menningarmálum í Grundarfirði.  Viðurkenningin verður veitt á Rökkurdögum sem haldnir verða dagana 7. - 14. nóvember.  

Fyrstu tónleikar fransk-íslensku sinfóníuhljómsveitarinnar (FIFO) verða haldnir í Grundarfirði sunnudaginn 15. september.

Hljómsveitin var stofnuð í kjölfar heimsóknar Hr. Ólafs Ragnars Grímsonar til Frakklands fyrr á þessu ári. Forsetinn er verndari hljómsveitarinnar.   Tilgangur FIFO er að kynna franska og íslenska tónlist ásamt því að beina sjónum að fransk-íslenskum tengslum sem lýsa sér meðal annars í vinabæjarsambandi Grunarfjarðar og Paimpol. Þá er það einnig tilgangur hljómsveitarinnar að varpa ljósi á mikilsverða sögulega atburði sem tengja ríkin saman.   Hljómsveitin mun flytja þrjú verk og hefjast tónleikarnir klukkan 18.00 í sal Framhaldsskóla Snæfellinga. Við hvetjum Grundfirðinga til að mæta og njóta þessa einstaka listviðburðar. Enginn aðgangseyrir.

Forvarnardagurinn

Á síðasta fundi menningar- og tómstundanefndar var ákveðið að halda forvarnardag og er markmiðið að gera forvarnardaginn að árlegum viðburði. Þann 9. september næstkomandi ætlum við að halda daginn í fyrsta sinn.   Lögreglan fræðir nemendur í leik- og grunnskóla um umferðaröryggi Vís gefur nemendum endurskinsmerki  Emil Einarsson, sálfræðingur Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga, ræðir við nemendur Fjölbrautaskóla Snæfellinga um einkenni kvíða og depurðar Emil Einarsson flytur fræðsluerindi um kvíða. Erindið hefst kl 20.00 í Bæringsstofu. Það er Kvenfélagið Gleym mér ei sem býður bæjarbúum upp á erindið Við vonum að sem flestir bæjarbúar njóti þeirrar fræðslu sem í boði verður á þessum fyrsta forvarnardegi okkar.    

Nýr útivistartími barna og unglinga

1. september síðastliðinn tók gildi nýr útivistartími fyrir börn og unglinga eftir lengri útivistartíma í sumar.   Börn, 12 ára og yngri, mega ekki vera á almannafæri eftir kl. 20:00 nema í fylgd með fullorðnum.   Börn, 13 til 16 ára, skulu að sama skapi ekki vera á almannafæri eftir kl. 22:00, enda séu þau ekki á heimferð frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu.   Aldurstakmörkin miðast við fæðingarár.   Mikilvægt er að foreldrar og forráðamenn  sýni samstöðu og  gæti þess að börn þeirra virði útivistartímann.