Grænn apríl er verkefni sem hópur áhugafólks um umhverfismál hrinti í framkvæmd. Markmiðið er að fá ríkisstjórnina, sveitarfélög, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga til að kynna vöru, þekkingu og þjónustu sem er græn og umhverfisvæn og styður við sjálfbæra framtíð á Íslandi.
Grundarfjörður er þátttakandi í grænum apríl og á vefsíðu verkefnisins má finna viðtal við forseta bæjarstjórnar.