- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Skessuhorn 2. mars 2010:
Um liðna helgi var héraðsþing HSH haldið í Stykkishólmi. Þingið var vel sótt og starfssamt. Gestir þess voru Helga Guðrún Guðjónsdóttir formaður UMFÍ, Sæmundur Runólfsson framkvæmdarstjóri UMFÍ og Sigríður Jónsdóttir framkvæmdarstjórn ÍSÍ. Dagný Þórisdóttir og Sesselja Pálsdóttir í Snæfelli voru sæmdar starfsmerki UMFÍ og Þorbergur Bæringsson Snæfelli var sæmdur Gullmerki ÍSÍ. Þingforsetar voru Dagný Þórisdóttir og Hjörleifur K. Hjörleifsson og stýrðu þau þinginu af mikilli röggsemi. Meðal annars voru samþykktar úthlutunarreglur fyrir stjórn vegna styrkja, fækkun þingfulltrúa og sektir vegna seinkunar á skilum í Felix.
Stjórn HSH gaf öll kost á sér til endurkjörs en gerðar voru breytingar á varastjórn. Edda Sóley Kristmannsdóttir, Guðbjörn Egilsson, Karen Olsen og Högni Högnason skipa nýja varastjórn. Veitingar á þinginu voru í boði Stykkishólmsbæjar og sá Lúðrasveit Stykkishólms um þær fyrir bæinn, færum við þeim bestu þakkir fyrir. Alexander Kristinsson bauð svo til þings hjá Reyni Hellissandi að ári.
-Garðar Svansson