Haustið og garðurinn

Haldið í samstarfi við Símenntunar Vesturlands Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem sinna garðvinnu á einn eða annan máta. Fjallað verður um helstu verkefni sem falla til í einkagörðum og sumarbústaðarlöndum á haustin. Hvernig er best að undirbúa mismunandi plöntur fyrir vetrardvala og fjallað sérstaklega um vetrar skýlingu viðkvæmra plantna. Þá verður fjallað um flottar haustplöntur sem hægt er að nýta til að lífga upp á haustið og eins fjallað um meðhöndlun og gróðursetningu haustlauka og mismunandi plantna  

Tilkynning

Sundlaugin mun verða lokuð þann 7. september frá klukkan 17:50 vegna sundmóts.

Fjölbrautaskóli Snæfellinga - Foreldrafundur

Foreldrafundur Fimmtudaginn 9. september 2010 – kl. 20.00   Foreldrar/forráðmenn nemenda Fjölbrautaskóla Snæfellinga eru boðaðir á foreldrafund fimmtudaginn 9. september 2010 – kl. 20.00 í matsal skólans. Dagskrá: Ávarp skólameistara Kynning á áfangakerfi, stundatöflu, stoðþjónustu og skólareglum Kynning á INNU - upplýsingakerfi skóla, Moodle – kennslukerfi FSN Kynning á NFSN – nemendafélagi og félagslífi Kynning á foreldrafélagi Umræður og önnur mál Umsjónarkennarar hitta foreldra                 Jón Eggert Bragason, skólameistari    

Íslandsmeistari smalahunda

Landsmót Smalahundafélags Íslands var haldið á Vorboðavelli hjá Blönduósi dagana 28-29 ágúst. Þar varð Valgeir Magnússon og tíkin Skotta frá Fossi í fyrsta sæti og óskum við þeim innilega til hamingju. Sjá nánar hér.    

Opnunartími Líkamsræktarinnar

Haustið 2010. Mánudaga,miðvikudaga og fimmtudaga frá kl: 6:00 -8:00 og 11:00-14:00 og 16:00-18:30 Þriðjudaga og föstudaga er opið frá 8:00-12:00  og 16:00-18:30  

Steinþórsmót

Ungmennafélag Grundarfjarðar ætlar að halda Steinþórsmót sunnudaginn 5 september ef veður leyfir. Byrjað verður á 10 ára og yngri klukkan 15:00 og 11 - 14 ára klukkan 16:00 er svo ætlunin að halda fyrir 15 ára og eldri mánudaginn 6 september klukkan 18:00.  Er það von okkar að sjá sem flesta, bæði börn og foreldra.  Til að allt gangi upp væri vel þegið ef einhverjir rétti hjálparhönd á mótinu.   Fyrir hönd UMFG og þjálfara Stjórn.  

Svar við spurningunni

Spurt var hvaða ár Setbergskirkja var reist. Rétt svar er árið 1892 og voru 51 af 98 með það rétt, eða 52 % . 

Hlutastörf í boði

Félagsleg liðveisla ungmenna á Snæfellsnes Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga óskar eftir að ráða starfsfólk til félagslegrar liðveislu ungmenna á Rifi, Hellissandi, Grundarfirði og Stykkishólmi.  Um er að ræða 2 x 2ja klst. vinnu á viku, jafnan síðdegis eftir skóla.  Í einu tilviki er þó um að ræða 10 klst. á mánuði sem skiptist í 5 klst annan hvern laugardag eða sunnudag.     

Busavígsla FSN.

  Það er mikið um að vera í Fjölbrautaskóla Snæfellinga í dag. Busavígslan stendur sem hæst og er líflegt um að litast í bænum. Eldribekkingar fóru með busana í göngutúr í bandi líkt og um leikskólabörn væri að ræða. Busarnir voru klæddir í svarta ruslapoka og sáust sumir íklæddir bleyjum ásamt því að vera vel smurðir af óþekktum efnum. Skrúðgangan kom við fyrir utan bæjarskrifstofuna og tóku busarnir lagið fyrir áheyrendur sem fengu að velja sér óskalag. Hér má sjá fleiri myndir.

Tilkynning

Sundlaugin og íþróttahús verður lokað eftir hádegi í dag 2. september vegna viðgerða. Þar af leiðandi fellur íþróttaskólinn einnig niður.