Nýr opnunartími sundlaugar.

Sundlaugin er opin sem hér segir: Virka daga er opið frá 7 - 8 og 16 - 19 Laugardaga er opið frá 13 - 17 Lokað á sunnudögum. 

Söfnun fyrir vatnsrennibraut

  Þær Brynja Gná 8 ára og María Margrét 7 ára héldu tombólu og söfnuðu 1.650 kr upp í vatnsrennibraut fyrir sundlaugina. Eru þeim hér með færðar þakkir fyrir.  

Spurning síðustu viku

Svar við spurningu síðustu viku "Hvað hét karl tröllkonunnar í Mýrarhyrnunni" rétt svar er Hnausi og voru 24 af 45 með það rétt eða 53.3%. 

Skólasetning grunnskóla

Grunnskóli Grundarfjarðar verður settur þriðjudaginn 24. ágúst nk. kl. 15.00 í íþróttasal skólans. Hægt er að nálgast innkaupalista á heimasíðu skólans: skoli.grundarfjordur.is og í Hrannarbúðinni. Skóli hefst samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 25. ágúst kl. 9.30.  Skólastjóri.

Hárlús

Þar sem lús hefur fundist hjá nemendum á grunnskólaaldri eru foreldrar vinsamlegast beðnir um að kemba vel hár barna sinna svo að uppræta megi lúsina sem fyrst. Best er að það sé gert áður en skólinn byrjar til að koma í veg fyrir frekari smit. Nauðsynlegt er að kemba einu sinni til tvisvar á dag. Skólastjóri.

Opnunartími líkamsræktarinnar.

Frá 16 ágúst -6 september verður opið: Mánudaga - föstudaga 8:00-12:00  og 16:00-18:30 Frá 6 september verður opið: Mánudaga,miðvikudaga og fimmtudaga frá kl: 6:15 -12:00 og 15:00-18:30 Þriðjudaga og föstudaga er opið frá 8:00-13:00  og 16:00-19:00 Sími Líkamsræktarinnar er 499-0268 Þórey í síma 892-1817  

Augnlæknir og Háls - nef og eyrnalæknir.

Þórir Bergmundsson, háls - nef og eyrnalæknir verður með móttöku á heilsugæslunni, þriðjudaginn 17. ágúst nk.  Guðrún Guðmundsdóttir, augnlæknir, verður með móttöku á heilsugæslustöðinni, fimmtudaginn 26. ágúst nk. Tekið er á móti tímapöntunum á Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Grundarfirði í síma: 430-6800.

Ræstingar í FSN.

Um er að ræða eina 40% stöðu. Vinnuskylda miðað við 40% starf er 3 klukkustundir á dag. Ætlast er til þess að unnið sé seinnipartinn.

Söfnun fyrir vatnsrennibraut.

Krakkar í Grundarfirði hafa verið duglegir í sumar að safna fyrir vatnsrennibraut við sundlaugina. Þær Klaudía og Alma Jenný héldu tombólu fyrir stuttu og söfnuðu 2.407 kr. Þeim eru færðar þakkir.  

Nýr opnunartími sundlaugar.

Nýr opnunartími sundlaugar tekur gildi mánudaginn 9. ágúst 2010 og verður sem hér segir: Mánudaga - föstudaga kl. 07.00 - 09.00 og 15.00 - 20.00 Laugardaga - sunnudaga kl. 10.00 - 18.00