BÍÓ-BÍÓ-BÍÓ-BÍÓ-BÍÓ-BÍÓ-BÍÓ-BÍÓ-BÍÓ-BÍÓ

  Rekkaskátar í Grundarfirði í samstarfi við Sambíóin sýna íslensku kvikmyndina Boðberi í Sögumiðstöðinni, Grundarfirði. Sýningar: Miðvikudagur …….……14. júlí kl: 20.00 Fimmtudagur ….…….…15. júlí kl: 20.00 Föstudagur ……………..16. júlí kl: 20.00 Miðvikudagur …………. 21. júlí kl: 20.00   Miðaverð er 800 krónur Myndin er ekki leyfð 14 ára og yngri Sjoppa á staðnum! Tryggið ykkur miða í síma 840 8042  

Tveir Frakkar í heimsókn

Í september á síðasta ári heimsóttu tveir Frakkar, blaðamaður og ljósmyndari, Snæfellsnes. Takmark þeirra var að kynna sér líf og störf sjómanna á svæðinu. Afraksturinn er þessi skemmtilega grein sem birtist í Svissneska tímaritinu Hors-Ligne og víðar. Höfundur greinarinnar er Cristophe Migeon.

Svar við spurningu vikunnar

Spurning síðustu viku var hvaða ár var Lionsklúbbur Grundarfjarðar stofnaður? Svarið er árið 1972 og voru 61 af 98 sem svöruðu rétt. 

Lækkun leikskólagjalda barna 24 mánaða og yngri

Tillögur um breytingu á gjaldskrá leikskólans var samþykkt á fundi bæjarstjórnar þann 8. júlí 2010. Bæjarráð lagði fram tillögu um að 50% álag á leikskólagjöld 24 mánaða og yngri verði fellt niður og var það samþykkt.  

Tilraunalandið

Þann 7. júlí kom Tilraunalandið í heimsókn til Grundarfjarðar og tókst það með ágætum, fjöldi fólks lagði leið sína upp í íþróttahús og skoðaði það sem var í boði þar. Hér má sjá myndir frá heimsókninni.

Breyting á opnunatíma sundlaugar um helgar

Breyting var gerð á opnunartíma sundlaugar um helgar í stað þess að vera frá klukkan 10:00 til 16:00 eins og auglýst var þá verður opið  héðan í frá til 22. ágúst frá klukkan 10:00 til 18:00.

Nýr bæjarstjóri ráðinn

  Á fundi bæjarstjórnar í gær  var ákveðið að ráða Björn Steinar Pálmason í starf bæjarstjóra.  Björn Steinar er Grundfirðingum að góðu kunnur, en hann starfaði sem skrifstofustjóri Grundarfjarðarbæjar í fjögur ár, frá 2003 – 2007 og var þá jafnframt staðgengill bæjarstjóra.  Björn Steinar er viðskiptafræðingur og sagnfræðingur að mennt, með alþjóðlega vottun í verkefnastjórnun.  Hann gegnir stöðu sérfræðings í  innri endurskoðun hjá Byr Sparisjóði.  Eiginkona hans er Johanna Elizabeth Van Schalkwyk og munu þau ásamt tveimur dætrum flytja til Grundarfjarðar fljótlega, en væntanlega skýrist á næstu dögum hvenær Björn Steinar getur hafið störf.   

Leikföng og lifandi leiðsögn á Grundarfirði: Fjölskylduvænt ferðastopp

Þessi skemmtilega frétt er á fréttavefnum pressunar, hér má sjá alla fréttina. 

Endless Dark

Í fréttablaðinu á þriðjudag var greint frá því að hljómsveitin Endless Dark væri búin að gera samning við enska fyrirtækið X-Ray Tourning sem sér um að skipuleggja tónleika. Meðal hljómsveita sem X-Ray Touring er með á sínum snærum eru stór nöfn á borð við Coldplay, Emenem, Green Day, Snow patrol, Nick Cave og Queen of the Stonage, strákarnir í Endless Dark eru því í hópi öflugra hljómsveita. Þann 31. júlí mun Endless Dark koma fram á mikilli rokkhátíð í Englandi sem ber nafnið Sonidphere, meðal hljómsveita á þeirri hátíð eru hljómsveitir eins og Iron Maiden, Rammstein. MötleyCrue Pacebo. Endless Dark mun spila með bandarísku hljómsveitinni Madina Lake á nokkrum tónleikum á Bretlandi m.a. á hinum þekkta stað Barfly í London hinn 4. ágúst, uppselt er á þá tónleika.  

Bæjarstjórnarfundur

124. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðarbæjar verður haldinn í Samkomuhúsi Grundarfjarðar, fimmtudaginn 8. júlí 2010, kl.16.30. Fundir bæjarstjórnar eru opnir og eru allir velkomnir að koma og hlýða á það sem fram fer.