- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Það er mikið um að vera í Fjölbrautaskóla Snæfellinga í dag. Busavígslan stendur sem hæst og er líflegt um að litast í bænum. Eldribekkingar fóru með busana í göngutúr í bandi líkt og um leikskólabörn væri að ræða. Busarnir voru klæddir í svarta ruslapoka og sáust sumir íklæddir bleyjum ásamt því að vera vel smurðir af óþekktum efnum. Skrúðgangan kom við fyrir utan bæjarskrifstofuna og tóku busarnir lagið fyrir áheyrendur sem fengu að velja sér óskalag.