Vegna þjóðaratkvæðagreiðslu 6. mars 2010

Samkvæmt a-lið 1. mgr. 23. gr. laga um kosningar til Alþingis nr. 24/2000, sbr. 1. mgr. 2. gr. laga nr. 4/2010, skal við þjóðaratkvæðagreiðsluna taka á kjörskrá alla þá sem skráðir voru með lögheimili í ákveðnu sveitarfélagi samkvæmt íbúaskrá þjóðskrár þremur vikum fyrir kjördag, uppfylli þeir að öðru leyti skilyrði 1. mgr. 1. gr. kosningalaga.   Þetta þýðir að við þjóðaratkvæðagreiðsluna í næsta mánuði verða menn á kjörskrá í því sveitarfélagi þar sem þeir eru skráðir með lögheimili samkvæmt íbúaskrá þjóðskrár laugardaginn 13. febrúar 2010.   Lögheimilisflutninga skal tilkynna til bæjarskrifstofunnar í Grundarfirði en einnig er hægt að tilkynna flutning til Þjóðskrár.   Grundarfjarðarbær

Sýning á nýjum björgunarklippum

Á morgun, fimmtudag, verður Slökkvilið Grundarfjarðar með sérstaka sýningu á nýjum björgunarklippum sveitarinnar. Klippurnar voru keyptar með dyggum stuðningi Rauðakrossdeildar Grundarfjarðar, Lionsklúbbur Grundarfjarðar og Kvenfélagsins Gleym mér ey ásamt því að meðlimir slökkviliðsins fækkuðu fötum á dagatali sem þeir seldu. Sýningin verður klukkan 15:00 á malarplaninu gegnt Sögumiðstöðinni. Að sýningu lokinni býður slökkviliðið velunnurum í kaffisopa á slökkviliðsstöðinni.

Veðráttulýsingar og vorverk

Frá Bókasafni Grundarfjarðar. Trjágróður á lóðamörkum, að láni hjá Garðabæ. Trjá- og runnaklippingar, kryddjurtir og undirbúningur vorverkanna. Les- og myndefni á Bókasafni Grundarfjarðar, nýjar áherslur og aðferðir í ræktun. Garðyrkjuhópur Kvenfélagsins fer að lifna við og eru allir velkomnir að vera með. Hafið samband við bókasafnið til að komast á póstlista. Veðráttulýsingar sr. Jens V. Hjaltalín. Útdráttur. Hér birtast aftur veðráttulýsingar sem birtust í Vikublaðinu Þey í Grundarfirði árin 1998-2001. Sr. Jens skrifaði oftast frá 1. vetrardegi til sumars hvert ár. Seinni árin vék hann frá þeirri reglu og til eru færslur sem ná frá réttum að hausti, fram að slætti.

Blakæfingar

Blakæfingar falla niður á morgun 11. febrúar 2010 frá klukkan 14.00 til 16.00 vegna íþróttadags hjá Fjölbrautaskóla Snæfellinga. UMFG.

Bæjarstjórnarfundur

115. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðarbæjar verður haldinn í Samkomuhúsinu, fimmtudaginn 11. febrúar 2010, kl.16.15. Fundir bæjarstjórnar eru opnir og eru allir velkomnir að koma og hlýða á það sem fram fer.

Öskudagsskemmtun

Foreldrafélag grunnskólans verður með öskudagsskemmtun í samkomuhúsinu þann 17. febrúar. Sjá nánar hér. 

HANDBOLTI.

Nú er komið að því að halda handboltanámskeið.  Ætlunin er að hafa námskeiðið um helgar þar sem íþróttahúsið er upp bókað alla vikukna.  Þjálfari er Bjarni Einarsson í Grundarfirði.  Tíminn mun kosta kr. 500,-  Verður krökkunum skipt niður sem hér segir:  

Björgunarklippur í Grundarfjörð

Skessuhorn 5. febrúar 2010: Slökkviliðsmönnum í Grundarfirði hefur lengi fundist skorta á búnað sinn, að því leyti að engar hafa þeir haft björgunarklippurnar, og því staðið verr að vígi við að losa fólk út úr bílum en slökkviliðin í nágrannabæjunum Snæfellsbæ og Stykkishólmi, sem bæði hafa yfir klippum að ráða. Slökkviliðið í Grundarfirði er nú líka búið að fá klippur. Valgeir Magnússon slökkviliðstjóri sótti þær suður til Reykjavíkur í byrjun síðustu viku og ekki var beðið boðanna að kalla saman fyrstu æfinguna þar sem klippunum var beitt, hún var haldin strax tveim dögum seinna.

Kátir Sólvellingar

Heimsókn á bæjarskrifstofuna   Kátir nemendur af leikskólanum Sólvöllum gengu um bæinn í dag og sungu fyrir Grundfirðinga. Tilefnið er Dagur leikskólans, sem er á morgun. Söngur Sólvellinga var kraftmikill og greinilegt að þarna eru framtíðarstjörnur á ferð.

Lumar þú á góðri fiskisúpuuppskrift?

Af vef vikublaðsins, 3. febrúar 2010   Það ætti ekki að fara framhjá neinum að á hverju ári breytist Grundarfjörður í lítið kvikmyndasýningarþorp þegar Northern Wave Film Festival leggur bæinn undir sig. Dögg Mósesdóttir ber veg og vanda að hátíðinni í  ár líkt og fyrri ár, en hún er upphafsmaður og drifkraftur hátíðarinnar. Búið var að auglýsa eftir vestlenskum stuttmyndum til keppni en því miður reynist ekki vera neinn kvikmyndaáhugamaður eða kona í bænum. Það kemur þó ekki að sök þó ekki séu sýndar vestlenskar myndir í ár því aldrei hefur borist inn eins mikill fjöldi af myndum og í ár og því er dagskráin orðin stútfull. En til að fá nú bæjarbúa til að taka virkan þátt í hátíðinni og kynnast sínum gestum verður í ár bryddað upp á keppni í fiskisúpugerð meðal íbúanna.     Nánar um hátíðina hér.