Spurning vikunnar

Í seinustu spurningu vikunnar var spurt hvenær fyrsta bókin í bókaflokknum Fólkið, fjöllin og fjörðurinn hafi komið út og er rétt svar árið 2000 og voru 34 af 89 sem svöruðu rétt. 

Sorphirðudagatal

Sorphirðudagatölin voru borin í hús fyrir helgi, þau ættu að vera búin að skila sér inn á öll heimili. Ef þau hafa ekki skilað sér þá er hægt að fá eintak hjá Ingibjörgu (Bibbu) í síma 840 5728. 

Skíðasvæðið lokað í dag

Vegna bilunar í skíðalyftunni verður skíðasvæðið lokað í dag og næstu daga.   Skíðadeildin 

Alþjóðleg kvikmyndahátíð vel heppnuð

Um síðustu helgi fór fram í annað sinn kvikmynda- og menningarhátíðin Northern Wave í Grundarfirði. Um 200 manns sóttu hátíðina heim, bæði erlendis frá sem og heimafólk og var öll gistiaðstaða í Grundarfirði fullbókuð um helgina. Dögg Mósesdóttir, skipuleggjandi hátíðarinnar, var mjög ánægð með útkomuna.

Nýtt á bókasafninu

Aðsókn að bókasafninu hefur verið ágæt fyrstu tvo mánuði ársins. Fleiri og fleiri njóta þess að stoppa lengi og kíkja í bækur og blöð. Sjáið nýja uppröðun og hreinsun á vef bókasafnsins: Ársskýrsla 2008 er undir Þjónusta og aðstaða. Bókaverðlaun barnanna. Barnasíður á Vefbókasafninu. Vasadiskó, kynningar, pólskar bækur í millisafnaláni. - Verið velkomin. 

Úthlutun menningarráðs Vesturlands

Úthlutun menningarráðs Vesturlands fór fram í Leifsbúð í Búðardal föstudaginn 27. febrúar. Alls voru það 24 milljónir króna sem úthlutað var í ár og voru það 83 verkefni sem fengu styrk að þessu sinni. Styrkina afhenti Guðbjartur Hannesson forseti Alþingis. Grundarfjarðarbær hlaut 300.000 kr. styrk fyrir verkefnið Merking sögustaða á Snæfellsnesi, Eyrbyggja sögumiðstöð hlaut 400.000 kr. styrk fyrir verkefnið Sögueyjan, sagnanámskeið og Dögg Mósesdóttir hlaut 700.000 kr. styrk fyrir verkefnið The Northern Wave film festival.   Hér má sjá styrkina sem veittir voru.

Árnamessa

Lýðheilsustöð heldur málþing, helgað Árna Helgasyni, um stöðu áfengismála á Íslandi í Stykkishólmi þann 14. mars nk. Hægt er að lesa meira og skrá þátttöku á vefsíðu lýðheilsustöðvar: http://www.lydheilsustod.is/atburdir/arnamessa/nr/2706 Hér má sjá dagsskrá málþingsins.   Ennfremur verður haldið veglegt skákmót fyrir grunnskólanemendur alls staðar af landinu í tilefni málþingsins. Nánari upplýsingar