Málþing í Fjölbrautaskóla Snæfellinga

Minnum á málþing í Fjölbrautaskóla Snæfellinga 14. apríl kl. 20.00 á vegum SAFT. Nemendur á aldrinum 11 - 16 ára eru sérstaklega boðnir velkomnir ásamt foreldrum. Rætt verður um örugga og jákvæða netnotkun barna og unglinga á netinu og tengdum miðlum.

Skólastjórar og kennarar í Leikskólanum Sólvöllum tilnefnd til "Foreldraverðlauna"

Þau ánægjulegur tíðindi hafa borist að skólastjórar og kennarar í Leikskólanum Sólvöllum hafi verið tilnefnd til "Foreldraverðlauna" Heimilis og Skóla.  Tilnefningin er vega verkefnisins um ferlimöppur til þess að efla samstarf og upplýsingaflæði á milli heimila og leikskólans.  Ástæða er til þess að óska skólastjórunum og kennurunum í leikskólanum innilega til hamingju með þessa tilnefningu.  Afar ánægjulegt er að sjá að gott starf í leikskólanum vekur athygli.   Hér er slóð á síðu Heimilis og Skóla þar sem allar tilnefningarnar eru birtar en þær eru alls 35.  Verðlaunin verða svo veitt þ. 15. maí n.k. http://www.heimiliogskoli.is/?pid=8533&news2stage=2&news_id=113729

Húsaleigubætur hækka frá og með 1. apríl 2008.

Félagsmálaráðherra hefur gefið út reglugerð um hækkun á húsaleigubótum.  Reglugerðin gildir frá og með 1. apríl sl.  Helstu breytingar eru:   Grunnupphæð húsaleigubóta hækkar úr 8.000 kr. í 13.500 kr. á mánuði. Bætur vegna 1. barns verða 14.000 kr. í stað 7.000 kr. á mánuði áður. Bætur vegna 2. barns verða 8.500 kr. í stað 6.000 kr. á mánuði áður. Hámarkshúsaleigubætur verða 46.000 kr. á mánuði í stað 31.000 kr. áður.   Breytingin tók gildi 1. apríl og koma nýjar fjárhæðir til greiðslu um næstu mánaðamót.

Meira um Green Globe vottunina

Stefán Gíslason hefur sett inn á heimasíðu sína skemmtilega frásögn af úttektarvinnunni vegna Green Globe vottunarinnar í síðustu viku.  Með fylgja nokkrar myndir úr ferð hópsins um Snæfellsnes.  Hér er slóð þessarar frásagnar:   http://www.environice.is/default.asp?sid_id=10217&tre_rod=001|002|&tId=2&fre_id=70637&meira=1

Grundarfjarðarbær í þriðja sæti sveitarfélaga með undir 1.000 íbúum á jafnréttisvoginni

Birt hefur verið skýrsla um stöðu sveitarfélaganna í jafnréttismálum.  Gerð var "jafnréttisvog" og var sveitarfélögunum raðað eftir því hversu vel þau standa á þeirri vog.  Margir þættir voru metnir svo sem þátttaka kvenna í sveitarstjórnarmálum, hversu hátt hlutfall kvenna er af stjórnendum í viðkomandi sveitarfélagi, hlutfall atvinnulausra kvenna og karla og hlutfall kvenna af formönnum og varaformönnum nefnda í stjórnsýslunni.  Grundarfjarðarbær er í þriðja sæti sveitarfélaga með undir 1.000 íbúa og í 13 sæti af 79 á landsvísu.   Hér má nálgast lista yfir röðun sveitarfélaganna.

Framlögum úthlutað til ferðaþjónustuverkefna úr sjóði sem tengist mótvægisaðgerðum ríkisins. Þrjú verkefni í Grundarfirði hlutu góða styrki.

Þrjú verkefn í Grundarfirðii sem tengjast ferðaþjónustu og varðveislu menningarverðmæta hlutu myndarlega styrki úr sjóði sem myndaður var til styrkveitinga til ferðaþjónustu.   Þeir sem hlutu styrkina eru; verkefni á vegum Eyrbyggju Sögumiðstöðvar varðandi "Sögugarð" á Grundarkampi sem hlaut 6 milljónir króna, verkefni hafnarinnar við markaðssetningu og móttöku farþega af skemmtiferðaskipum sem hlaut 2 milljónir króna og Kamski ehf. (Hótel Framnes) vegna "Skemmtisiglinga og sjóstangar" sem hlaut 2 milljónir króna. 

Grundarfjarðarbær auglýsir stöðu umsjónarmanns íþróttamiðstöðvar

Leitað er að einstaklingi sem gengur vaktir og hefur umsjón með daglegum rekstri íþróttahúss og sundlaugar.  Umsjónarmaður er verkstóri á vinnustaðnum, sér um að vaktir séu mannaðar og fylgist með og stýrir umgengni um íþróttahúsið og sundlaugina.  Umsjónarmaður er ábyrgur fyrir því að fyllsta hreinlætis sé ætíð gætt og hefur umsjón með því að heilbrigðis- og öryggiskröfur séu uppfylltar.   Næsti yfirmaður er skrifstofustjóri Grundarfjarðarbæjar, en mikið samráð og samstarf er við skólastjóra Grunnskóla Grundarfjarðar, ráðsmann Grundarfjarðarbæjar og forystu UMFG.  

Á góðri stundu

Nú styttist hægt og rólega í bæjarhátíðina Á góðri stundu. Aðeins nokkrir mánuðir til stefnu, ef einhver vill koma einhverju á framfæri varðandi hátíðina þá er hægt að koma með fyrirspurn á agodristund@grundarfjordur.is .

Bæjarstjórnarfundur

91. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðar verður haldinn í Grunnskóla Grundarfjarðar, fimmtudaginn 10. apríl 2008, kl. 16.15. Hér má sjá fundarboð og dagskrá.

Green Globe úttekt á Snæfellsnesi

Dagana 7. - 9. apríl fer fram úttekt á stöðu sveitarfélaganna á Snæfellsnesi með tilliti til vottunar í Green Globe verkefninu.  Úttektarmaður er kominn um langan veg til þess að fara yfir stöðu mála hjá okkur.  Allir umhverfisþættir í viðkomandi sveitarfélögum eru skoðaðir ásamt ýmsum öryggisatriðum t.d. við hafnir.  Þetta á við um starfsemi sveitarfélaganna sjálfra og þjóðgarðsins.  Ennþá hafa fyrirtæki almennt ekki hafið þátttöku í Green Globe en vonast er til þess að það gerist á næstu árum.  Eitt fyrirtæki hefur þó þegar fengið vottun en það er Hótel Hellnar.  Forsvarsmenn Hótel Hellna voru frumkvöðlar að því að innleiða Green Globe verkefnið á Snæfellsnes.