Leitað er að einstaklingi sem gengur vaktir og hefur umsjón með daglegum rekstri íþróttahúss og sundlaugar. Umsjónarmaður er verkstóri á vinnustaðnum, sér um að vaktir séu mannaðar og fylgist með og stýrir umgengni um íþróttahúsið og sundlaugina. Umsjónarmaður er ábyrgur fyrir því að fyllsta hreinlætis sé ætíð gætt og hefur umsjón með því að heilbrigðis- og öryggiskröfur séu uppfylltar. Næsti yfirmaður er skrifstofustjóri Grundarfjarðarbæjar, en mikið samráð og samstarf er við skólastjóra Grunnskóla Grundarfjarðar, ráðsmann Grundarfjarðarbæjar og forystu UMFG.