- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Dagana 7. - 9. apríl fer fram úttekt á stöðu sveitarfélaganna á Snæfellsnesi með tilliti til vottunar í Green Globe verkefninu. Úttektarmaður er kominn um langan veg til þess að fara yfir stöðu mála hjá okkur. Allir umhverfisþættir í viðkomandi sveitarfélögum eru skoðaðir ásamt ýmsum öryggisatriðum t.d. við hafnir. Þetta á við um starfsemi sveitarfélaganna sjálfra og þjóðgarðsins. Ennþá hafa fyrirtæki almennt ekki hafið þátttöku í Green Globe en vonast er til þess að það gerist á næstu árum. Eitt fyrirtæki hefur þó þegar fengið vottun en það er Hótel Hellnar. Forsvarsmenn Hótel Hellna voru frumkvöðlar að því að innleiða Green Globe verkefnið á Snæfellsnes.