- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Birt hefur verið skýrsla um stöðu sveitarfélaganna í jafnréttismálum. Gerð var "jafnréttisvog" og var sveitarfélögunum raðað eftir því hversu vel þau standa á þeirri vog. Margir þættir voru metnir svo sem þátttaka kvenna í sveitarstjórnarmálum, hversu hátt hlutfall kvenna er af stjórnendum í viðkomandi sveitarfélagi, hlutfall atvinnulausra kvenna og karla og hlutfall kvenna af formönnum og varaformönnum nefnda í stjórnsýslunni. Grundarfjarðarbær er í þriðja sæti sveitarfélaga með undir 1.000 íbúa og í 13 sæti af 79 á landsvísu.
Hér má nálgast lista yfir röðun sveitarfélaganna.
Þetta verður að teljast bærilegur árangur í jafnréttismálum. Þegar skýrslan er rýnd vaknar spurning um hvort e.t.v. megi túlka hana þannig að í Grundarfjarðarbæ sé ójafnvægi til staðar vegna þess hversu margar konur eru í stjórnunarstöðum hjá sveitarfélaginu. Með könnuninni var einmitt leitað eftir því hvar mest jafnvægi væri í sveitarfélögunum varðandi þátttöku kynjanna í stjórnun þeirra.