- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Þrjú verkefn í Grundarfirðii sem tengjast ferðaþjónustu og varðveislu menningarverðmæta hlutu myndarlega styrki úr sjóði sem myndaður var til styrkveitinga til ferðaþjónustu.
Þeir sem hlutu styrkina eru; verkefni á vegum Eyrbyggju Sögumiðstöðvar varðandi "Sögugarð" á Grundarkampi sem hlaut 6 milljónir króna, verkefni hafnarinnar við markaðssetningu og móttöku farþega af skemmtiferðaskipum sem hlaut 2 milljónir króna og Kamski ehf. (Hótel Framnes) vegna "Skemmtisiglinga og sjóstangar" sem hlaut 2 milljónir króna.
Ríkisstjórnin lagði fram 160 milljónir króna til styrkveitinga til svæða sem verða fyrir barðinu á kvótaskerðingunni. Auglýst var eftir umsóknum um þessa styrki í janúar sl. og sóttu 303 aðilar um úthlutun. Alls hlutu 77 verkefni styrki, misjafnlega háa. Styrkurinn til Sögugarðsins er annar af tveimur hæstu styrkjunum sem veittir voru. Ástæða er til þess að óska þessum aðilum til hamingju og spennandi verður að fylgjast með hvernig til tekst með verkefnin sem vinna á að.