Bæjarstjórn Grundarfjarðar samþykkti í júní sl. að láta setja upp ný skilti við alla bæi í dreifbýli Grundarfjarðar. Verkefnið var unnið í samvinnu við Vegagerðina, en skiltin þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði, um endurkast o.fl., sem Vegagerðin setur um skilti við þjóðvegi. Skiltin eru nú tilbúin og hófu starfsmenn Vegagerðarinnar með dyggri aðstoð starfsmanns áhaldahúss uppsetningu á þeim í framsveit í gær.
Páll Sigurðsson, starfsmaður Vegagerðarinnar, og Guðmundur Andri Kjartansson, starfsmaður áhaldahúss