Nauðsynlegt er að skrá lögheimili sitt á þeim stað sem hver og einn hefur sitt meginaðsetur. Skorað er á alla sem ekki hafa skráð lögheimili sitt á réttum stað að gera bragarbót á því án tafar.
Skráning lögheimilis hefur t.d. áhrif á hvert póstur frá opinberum aðilum, bönkum og sparisjóðum er sendur. Röng skráning á lögheimili getur haft í för með sér óþægindi og kostnað t.d. ef greiðslutilkynningar berast ekki á réttan stað. Einnig má vísa í lög um lögheimili en þar er skýrt kveðið á um skyldu einstaklinga til þess að skrá lögheimili sín rétt.