- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Fyrsta plata stálþilsins í nýja litlu-bryggju var rekin niður í gær, fimmtudaginn 12. október. Um framkvæmd verksins sér Berglín ehf. í Stykkishólmi en Hagtak hf. sér um að koma þilinu niður. Áætlað er að stálþilið allt verði komið niður í um mánaðamótin október – nóvember.
Starfsmenn Hagtaks hf. koma plötunni fyrir. |
Verklok á fyrsta verkhluta við byggingu nýrrar litlu-bryggju er áætlaður 1 .desember nk. Að því loknu verður boðinn út annar verkhluti sem er þekja og lagnir. Ný litla-bryggja verður 20 m á breidd og 100 m á lengd. Sjá fleiri myndir hér.