- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Grundarfjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um lausar byggingarlóðir í Grundarfirði. Um er að ræða eftirfarandi lóðir:
Einbýlishúsalóðir:
Götuheiti: Lóðarstærð:
Fellabrekka nr. 1 752 m²
Fellabrekka nr. 5 1.011 m²
Hellnafell nr. 1 744 m²
Fellasneið nr. 5 701 m²
Fellasneið nr. 7 652 m²
Fellasneið nr. 8 766 m²
Fellasneið nr. 22 824 m²
Ölkelduvegur nr. 17 911 m²
Ölkelduvegur nr. 19 868 m²
Ölkelduvegur nr. 23 852 m²
Grundargata nr. 14 616 m²
Raðhúsalóðir:
Götuheiti: Lóðarstærð:
Ölkelduvegur 9-15 1.737 m²
Iðnaðar- og athafnalóðir:
Lausar eru nokkrar lóðir við götuna Hjallatún en lóðir þar eru skilgreindar sem svokallaðar “metralóðir”, þ.e.a.s. þeim hefur verið skipt upp í 5m breið lóðarbil og getur umsækjandi lóðar því að nokkru leyti ráðið stærð sinnar lóðar, þ.e. það ákvarðast af þeim fjölda lóðarbila sem sótt er um.
Gjaldskrá um gatnagerðargjöld í Grundarfirði hefur nýlega verið tekin til endurskoðunar. Í breytingunni felst m.a. að í nýjum lóðum er ekki lengur stuðst við rúmmetrafjölda þess húss sem byggja á, heldur reiknast gatnagerðargjaldið eftir fermetrafjölda lóðar. Gjaldið fer eftir gildandi byggingarvísitölu á hverjum tíma.
Gatnagerðargjald vegna þeirra lóða sem nú eru lausar til úthlutunar, er sem hér segir;
(m.v. vísitölu byggingarkostnaðar í mars 2006, 325,3 stig:
Gjald á fermetra lóðar er;
· kr. 2.100 fyrir einbýlishús.
· kr. 1.600 fyrir rað- og parhús.
· kr. 1.100 fyrir fjölbýlishús.
· kr. 1.300 fyrir iðnaðarhús.
Umsóknareyðublöð og kort yfir lausar lóðir má nálgast á vef Grundarfjarðarbæjar, www.grundarfjordur.is, og á bæjarskrifstofu. Á skrifstofu byggingarfulltrúa er einnig hægt að skoða lóðirnar á nýlegri loftmynd af Grundarfirði.
Síma- og viðtalstímar byggingarfulltrúa eru alla virka daga frá kl. 10:00 – 12:00.
Jökull Helgason
skipulags- og byggingarfulltrúi