- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Kór Menntaskólans við Hamrahlíð |
Kór Menntaskólans við Hamrahlíð hefur verið á tónleikaferðalagi um Snæfellsnes undanfarna daga. Ferðin byrjaði með tónleikum í Reykholti í Borgarfirði sl. föstudag og síðan þá hefur kórinn haldið tónleika í Ólafsvík, Stykkishólmi og Grundarfirði og haft aðsetur í Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Kórinn hélt síðustu tónleika ferðarinnar í dag í Fjölbrautaskóla Snæfellinga fyrir nemendur og starfsfólk Fjölbrautaskólans og Grunnskóla Grundarfjarðar. Í kórnum eru um 70 nemendur.