- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Borun vinnsluholu við Berserkseyri gengur rólega. Berglög eru mjög hörð á því dýpi sem borinn er kominn í en búið er að bora 450 metra. Í nótt og í morgun hefur holan dýpkað um 1-2 metra klukkustund. Starfsmenn Ræktunarsambands Flóa og Skeiða byrjuðu að bora á vöktum að nýju í gær eftir helgarfrí frá því á fimmtudag í síðustu viku.