Í byrjun mars voru kynnt drög að reglum um kjör íþróttamanns Grundarfjarðar. Drögin voru sett hér á heimasíðuna og íþróttafélögum var sent bréf með beiðni um að senda athugasemdir við drögin fyrir 11. apríl. Fáar ábendingar hafa borist nefndinni en íþróttafélög og einstaklingar eru hvattir til að senda athugasemdir í síðasta lagi 18. apríl nk.

Mjög mikilvægt er að fá ábendingar frá sem flestum svo góð sátt geti ríkt um reglurnar. Hægt er að senda inn ábendingar hér að neðan.

 

 

Drög að reglum um kjör íþróttamanns Grundarfjarðarbæjar

 

 

1. grein

Íþróttafélögin í Grundarfirði skili til íþrótta- og tómstundanefndar rökstuddum tilnefningum til kjörs fyrir 10. nóvember ár hvert.

 

2. grein

Félögunum er heimilt að tilnefna einn einstakling fyrir hverja grein íþrótta sem stunduð er hjá viðkomandi félagi. Sá sem tilnefninguna hlýtur verður að hafa náð 12 ára aldri eða verði það á árinu samkvæmt vinnureglum ÍSÍ. Íþrótta- og tómstundanefnd er heimilt að bæta við tilnefningum ef ástæða þykir til.

 

3. grein

Íþróttamaður Grundarfjarðar verður að vera í íþróttafélagi skráðu í Grundarfirði.

 

4. grein

Aðal- og varamenn íþrótta- og tómstundanefndar kjósa íþróttamann Grundarfjarðar. Stig skulu gefin samkvæmt eftirfarandi töflu:

    1. sæti 15 stig

    2. sæti 12 stig

    3. sæti 10 stig

    4. sæti 8 stig

    5. sæti 6 stig

Ef þannig skyldi vilja til að tveir íþróttamenn stæðu uppi jafnir með flest stig skal kosið að nýju á milli þeirra tveggja.

Boða skal sérstaklega til fundar þá sem tilnefningarnar eru kynntar og kosning fer fram.

Tilnefningunum skal skila á sérstöku eyðublaði sem nefndin úthlutar.

 

5. grein

Tilnefndir íþróttamenn hljóta sérstaka viðurkenningu en kjörinn íþróttamaður Grundarfjarðar hlýtur eignargrip ásamt farandbikar sem viðkomandi varðveitir í eitt ár.

 

6. grein

Afhending viðurkenninga og tilkynning á vali íþróttamanns Grundarfjarðar skal fara fram á aðventuhátíð Grundarfjarðar ár hvert.