Sodade, heimildarmynd Daggar Mósesdóttur um Maríu Runólfsdóttur sem var ættleidd frá Grænhöfðaeyjum tveggja ára gömul og fór aftur, ásamt Dögg, til Grænhöfðaeyja rúmum 20 árum síðar til þess að hitta ættingja sína, var sýnd fyrir troðfullum sal í Sögumiðstöðinni í gærkvöldi. Þetta var önnur sýning myndarinnar af þremur á Rökkurdögum og því enn tækifæri til þess að sjá þessa skemmtilegu heimildarmynd.