- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Fjármálaráðstefnu sveitarfélaga, sem haldin var á Nordica hótel í Reykjavík, lauk um miðjan dag í dag. Alls voru um 450 sveitarstjórnarmenn, starfsmenn sveitarfélaga og aðrir gestir mættir til leiks, enda um mikilvægan málaflokk sveitarstjórnarmála að ræða.
Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri í Grundarfirði, kynnti athugun sína á þróun einkahlutafélaga í bænum og samanburð á fjölda einkahlutafélaga eftir sveitarfélögum. Helstu niðurstöður voru þær að meðal 40 stærstu sveitarfélaganna á landinu eru hlutfallslega flest einkahlutafélög í Grundarfirði (miðað við íbúafjölda), 0,099 ehf. pr. íbúa eða eitt einkahlutafélag á hverja 10 íbúa. Næstur kemur Snæfellsbær með 0,096 ehf. pr. íbúa, líka eitt ehf. á hverja tíu íbúa. Sjá nánar í töflu hér að neðan.
Með löggjöf um einkahlutafélög hefur á ýmsan hátt verið greitt fyrir því að þeir sem stunda einstaklingsrekstur færi rekstur sinn í einkahlutafélög, en af því getur verið töluvert skattalegt hagræði. Fjölgun einkahlutafélaga hefur verið mjög hröð, árið 2000 voru einkahlutafélög í landinu 13.680 talsins en eru orðin 20.811 í október 2004.
Björg benti á að þessar reglur séu þannig sniðnar að sveitarfélögin verði af útsvarstekjum vegna þeirra. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur reiknað út að sveitarfélögin verði af 1 til 1,2 milljörðum kr. árlega vegna þessara breytinga.
Björg tók fram að það væri jákvætt að ríkisvaldið reyndi að styrkja rekstrargrunn fyrirtækja í landinu og létta skattbyrðum af þeim, og ekki væri verið að setja út á það að einstaklingar nýttu sér þessar lagaheimildir.
Hún taldi hinsvegar nauðsynlegt að sveitarfélögunum yrði bætt þetta tekjutap, en ennfremur þyrfti að gera sér grein fyrir því að þessi þróun hefur orðið til þess að veikja útsvarið sem tekjustofn, þar sem áhrifin geta komið mjög misjafnlega niður á sveitarfélögum. Sé horft til framtíðartekjustofna sveitarfélaga, t.d. við yfirfærslu fleiri verkefna frá ríki til sveitarfélaga, sé ekki sjálfgefið að besta leiðin til að auka tekjur sveitarfélaga sé sú að auka við útsvarsprósentuna. Líkindi séu til þess að slíkar viðbótartekjur skili sér ekki nægilega jafnt til sveitarfélaganna.
Um fjármálaráðstefnuna má lesa nánar á heimasíðu sambandsins www.samband.is
Sveitarfélag | Fjöldi ehf. í okt.2004 | Íbúafjöldi 1. des. 2003 | Fjöldi ehf. pr. íbúa | Eitt ehf. pr. x íbúa |
Grundarfjarðarbær | 93 | 936 | 0,099 | 10 |
Snæfellsbær | 167 | 1.742 | 0,096 | 10 |
Bolungarvíkurkaupstaður | 91 | 944 | 0,096 | 10 |
Reykjavíkurborg | 9.488 | 113.387 | 0,084 | 12 |
Stykkishólmsbær | 93 | 1.161 | 0,080 | 12 |
Garðabær | 690 | 8.863 | 0,078 | 13 |
Kópavogsbær | 1.956 | 25.291 | 0,077 | 13 |
Rangárþing ytra | 108 | 1.436 | 0,075 | 13 |
Blönduósbær | 71 | 958 | 0,074 | 13 |
Ísafjarðarbær | 305 | 4.127 | 0,074 | 14 |
Sveitarfélagið Hornafjörður | 165 | 2.304 | 0,072 | 14 |
Sveitarfélagið Ölfus | 120 | 1.706 | 0,070 | 14 |
Bláskógabyggð | 62 | 905 | 0,069 | 15 |
Hafnarfjarðarkaupstaður | 1.410 | 21.190 | 0,067 | 15 |
Húsavíkurbær | 160 | 2.453 | 0,065 | 15 |
Hveragerðisbær | 122 | 1.887 | 0,065 | 15 |
Ólafsfjarðarbær | 63 | 994 | 0,063 | 16 |
Sveitarfélagið Árborg | 400 | 6.326 | 0,063 | 16 |
Fjarðabyggð | 196 | 3.110 | 0,063 | 16 |
Mosfellsbær | 409 | 6.573 | 0,062 | 16 |
Grindavíkurbær | 149 | 2.421 | 0,062 | 16 |
Siglufjarðarkaupstaður | 85 | 1.438 | 0,059 | 17 |
Seltjarnarneskaupstaður | 256 | 4.566 | 0,056 | 18 |
Vatnsleysustrandarhreppur | 52 | 928 | 0,056 | 18 |
Reykjanesbær | 604 | 10.907 | 0,055 | 18 |
Húnaþing vestra | 65 | 1.175 | 0,055 | 18 |
Austur-Hérað | 117 | 2.141 | 0,055 | 18 |
Sandgerðisbær | 74 | 1.393 | 0,053 | 19 |
Borgarbyggð | 137 | 2.589 | 0,053 | 19 |
Akureyrarkaupstaður | 844 | 16.048 | 0,053 | 19 |
Vestmannaeyjabær | 226 | 4.349 | 0,052 | 19 |
Sveitarfélagið Skagafjörður | 216 | 4.178 | 0,052 | 19 |
Bessastaðahreppur | 95 | 1.876 | 0,051 | 20 |
Akraneskaupstaður | 271 | 5.582 | 0,049 | 21 |
Rangárþing eystra | 79 | 1.669 | 0,047 | 21 |
Dalvíkurbyggð | 91 | 2.025 | 0,045 | 22 |
Vopnafjarðarhreppur | 31 | 741 | 0,042 | 24 |
Gerðahreppur | 46 | 1.283 | 0,036 | 28 |
Þingeyjarsveit | 22 | 716 | 0,031 | 33 |
Eyjafjarðarsveit | 29 | 958 | 0,030 | 33 |
Fyrir öll 40 sveitarfélögin | 19.658 | 273.276 | 0,072 | 14 |
Fjöldi ehf. | Íbúafjöldi | Fjöldi ehf. pr. íbúa | Eitt ehf. pr. x íbúa | |
Alls í landinu í okt. 2004 | 20.811 | 290.570 | 0,072 | 14 |
Alls í landinu 2003 | 19.262 | 290.570 | 0,066 | 15 |
Alls í landinu 2002 | 17.588 | 288.201 | 0,061 | 16 |
Alls í landinu 2001 | 15.037 | 286.275 | 0,053 | 19 |
Alls í landinu 2000 | 13.680 | 282.845 | 0,048 | 21 |