Íbúafundur um fjárhagsmál sveitarfélagsins verður haldinn þriðjudaginn 11. desember nk. Fundurinn verður í samkomuhúsinu og hefst kl. 20.

 

Stærsta viðfangsefnið í rekstri Grundarfjarðarbæjar er að ná niður skuldum án þess að skerða grunnþjónustuna. Skuldir bæjarins eru talsvert yfir þeim hámörkum sem lög kveða á um og verður sveitarfélagið að leggja fram áætlun um hvernig eigi að lækka skuldirnar niður fyrir þetta hámark.

 

Haraldur L. Haraldsson, ráðgjafi, hefur unnið rekstrarúttekt fyrir Grundarfjarðarbæ og leggur til ýmsar aðgerðir. Á íbúafundinum mun Haraldur fjalla um niðurstöður sínar og greint verður frá aðgerðum bæjarstjórnar í kjölfarið.

 

Þetta er mál sem varðar okkur öll og mikilvægt að sem flestir íbúar mæti á fundinn.

 

Grundarfjarðarbær