Nýtt deiliskipulag Ölkeldudals, des. 2024. Uppdráttinn má nálgast í tillögugögnum, sjá neðar.
Nýtt deiliskipulag Ölkeldudals, des. 2024. Uppdráttinn má nálgast í tillögugögnum, sjá neðar.

AUGLÝSING

Tillaga að nýju deiliskipulagi Ölkeldudals í Grundarfjarðarbæ á vinnslustigi
ásamt umhverfismatsskýrslu

Á fundi sínum 12. desember 2024 samþykkti bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi  Ölkeldudals til kynningar á vinnslustigi skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, ásamt umhverfismatsskýrslu skv. 15 gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021. Nýtt deiliskipulag mun taka við af gildandi deiliskipulagi fyrir Ölkeldudal, sem er komið til ára sinna.

Með nýju deiliskipulagi verður hverfið í Ölkeldudal eflt, með fjölgun íbúða við Ölkelduveg og Borgarbraut. Samhliða verður Paimpolgarðurinn byggður upp sem skjólsæll almenningsgarður, til nota og dvalar á öllum árstíðum. Lögð er rík áhersla á gott samspil garðsins við skóla- og íþróttasvæðið og aðliggjandi byggð. 

Fjölgun íbúða er í samræmi við þá framtíðarsýn í Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039 að Grundarfjörður sé fjölbreyttur, með íbúðir fyrir alla. Mikil gæði felast í því að fjölga íbúðum og nýta vel þá innviði sem þegar eru fyrir hendi. Hverfið er afar vel staðsett í grennd við skóla- og íþróttasvæðið, Paimpolgarðinn, Fellaskjól, íbúðir eldri borgara og aðliggjandi útivistarsvæði. 

Við endurskoðun á deiliskipulaginu eru lagðar til nauðsynlegar breytingar á götum, gangstéttum og umferðarskipulagi til að stuðla að bættu umferðaröryggi fyrir alla vegfarendur. Sérstaklega er hugað að aðkomu og aðgengi að skóla- og íþróttasvæðinu með öryggi skólabarna í huga, auk þess sem bætt er við stígum, gangstéttum og öruggari gangbrautum á svæðinu. 

Samhliða uppbyggingu í Ölkeldudalnum verður fráveitukerfið bætt, með aðgreiningu skólps og ofanvatns, blágrænar ofanvatnslausnir innleiddar fyrir ofanvatnið og núverandi fráveitulagnir nýttar fyrir skólp. Blágrænt fráveitukerfi hefur þannig verið samþætt annarri skipulagshönnun. Þannig er tryggð hagkvæm innleiðing blágrænna ofanvatnslausna, þar sem þær verða óaðskiljanlegur hluti í yfirborðshönnun, uppbyggingu og frágangi gatna, gangstíga og grænna svæða.

Hér má nálgast deiliskipulagstillöguna á vinnslustigi, en hún er sett fram í þremur skjölum:

Tillagan sem hér er kynnt er vinnslutillaga og er athugasemdafrestur við hana frá 16. desember 2024 til og með 13. janúar 2025.

Þegar umsagnir og athugasemdir við þessa tillögu liggja fyrir, verður lokatillaga mótuð og hún síðan auglýst í 6 vikur. Gefst þá aftur tækifæri til að kynna sér og hafa áhrif með lögbundnum hætti

Tillagan er birt í Skipulagsgátt, www.skipulagsgatt, á vef bæjarins www.grundarfjordur.is, auk þess sem hún liggur frammi útprentuð í Ráðhúsinu og á Bókasafni Grundarfjarðar á opnunartímum. 

Þau sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eru hvött til að kynna sér tillöguna og senda athugasemdir gegnum skipulagsgáttina, www.skipulagsgatt.is (mál 234/2024) í síðasta lagi 13. janúar 2025. 

Kynningarfundur um vinnslutillöguna verður haldinn í Sögumiðstöðinni miðvikudaginn 18. desember kl. 17:00.

Grundarfirði, 16. desember 2024.  

Sigurður Valur Ásbjarnarson,  
skipulagsfulltrúi Grundarfjarðarbæjar