Áningarstaður í Kolgrafafirði

  Færst hefur í vöxt að ferðamenn stöðvi bíla sína við brúna yfir Kolgrafafjörð (og jafnvel á henni), til að njóta fegurðar og náttúru fjarðarins. Bæjarstjórn Grundarfjarðar ákvað því, í samvinnu við landeigendur, að skipuleggja og hanna fallegan áningarstað við brúna þar sem heimamenn og gestir geta notið lífríkis og landslags. Markmiðið er að auka umferðaröryggi og bæta aðstöðu til áningar.    

Frestur í Ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðar er til 10. nóvember

    Minnt er á að skilafrestur á myndum í Ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðar er til 10. nóvember. Hægt verður að skila inn myndum í keppnina til miðnættis fimmtudaginn 10. nóvember nk. og er þemað "líf og leikur".  Til mikils er að vinna því eigandi bestu myndarinnar fær að launum kr 50.000, 30.000 kr eru fyrir annað sæti og 20.000 kr fyrir það þriðja.  

Bæjarstjórnarfundur

199. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðar verður haldinn í Ráðhúsi Grundarfjarðar, 27. október 2016, kl.16:30.  

Bókasafnið - bækur í hillum og ársskýrsla

Á facebook bókasafnsins er hægt að sjá tilraun til að kynna íbúum hvað er í hillum safnsins. Það þarf ekki að vera notandi til að skoða myndasafnið.   Ársskýrsla bókasafnsins 2015 er komin út.    Breyttur tími opnunar bókasafnsins er kl. 13-17. Bókasafnið er einnig aðgengilegt þegar Sögumiðstöðin er opin almenningi og á Gegnir.is.    

Auglýsing um kjörfund vegna alþingiskosninga

Kjörfundur vegna alþingiskosninga í Grundarfirði verður í Samkomuhúsi Grundarfjarðar laugardaginn 29. október 2016.   Kjörfundur stendur yfir frá kl. 09:00 til kl. 22:00.   Hægt er að greiða atkvæði í Grundarfirði utan kjörfundar mánudaginn 24. október og miðvikudaginn 26. október 2016, kl. 17:00-19:00 á skrifstofu sýslumanns að Hrannarstíg 2, Grundarfirði.   Kjósendur þurfa að framvísa persónuskilríkjum.  

Kjörskrá vegna alþingiskosninga

Kjörskrá vegna alþingiskosninga þann 29. október 2016 verður lögð fram 19. okt. 2016. Kjörskráin mun liggja frammi til skoðunar í Ráðhúsi Grundarfjarðar á opnunartíma skrifstofunnar, kl. 10:00-14:00.   Nánari upplýsingar um kosningarnar má finna á kosningavef innanríkisráðuneytisins.      

Ljósmyndavefurinn Bæringsstofa opnaður í dag

 Bæring Cecilsson var Grundfirðingum vel kunnugur á síðustu öld enda lét hann sig sjaldan vanta með myndavélarnar sínar þegar eitthvað var um að vera í bænum. Eftir Bæring liggja tugir þúsunda ljósmynda sem Grundarfjarðarbæ voru afhentar til varðveislu í maí 2003, rúmu ári eftir andlát Bærings og var við það sama tækifæri opnuð Bæringsstofa í Sögumiðstöðinni til minningar um hann. Bæringsstofa er safn með munum og myndum úr eigu Bærings auk þess að vera bíó- og fyrirlestrarsalur.  Í dag klukkan 18:00 verður ljósmyndasafnið www.baeringsstofa.is opnað með formlegum hætti í Bæringsstofu og eru allir velkomnir þangað við þetta tækifæri. Í kjölfar opnunarinnar verður unnt að skoða um 1.500 myndir úr safni Bærings á vefnum og munu fleiri myndir bætast við á næstu misserum.  

Fjárhagsáætlun 2017 - minnum á umsóknir um styrki

Hafin er vinna við gerð fjárhagsáætlunar Grundarfjarðarbæjar fyrir árið 2017.   Auglýst er eftir styrkumsóknum frá einstaklingum og/eða félagasamtökum.   Þeir sem hafa hug á að senda inn styrkumsókn fyrir árið 2017 sendi beiðni þess efnis á netfangið grundarfjordur@grundarfjordur.is Í umsókn skal koma fram fjárhæð þess styrks sem óskað er eftir ásamt stuttri greinargerð.   Umsóknarfrestur er til og með laugardagsins 15. október 2016.     

Rökkurdagar 2016

  Menningarhátíðin Rökkurdagar er nú haldin í fimmtánda sinn í Grundarfirði og stendur að þessu sinni yfir dagana 12.- 22. október. Hátíðin hefst á þeim ánægjulega viðburði að ljósmyndavefurinn www. baeringsstofa.is verður opnaður með viðhöfn í Bæringsstofu og er þar með langþráður draumur bæjarbúa að verða að veruleika.

Bilanavakt, Rarik

Tilkynning:   Vegna vinnu í aðveitustöð Grundarfirði gætu orðið rafmagnstruflanir í stutta stund á tímabilinu kl: 10.00 til 16.00 í dag. Rarik biðst velvirðingar á óþægindum sem af þessu stafa. Bilanasími 5289390