Þorsteinn Már Ragnarsson er íþróttamaður Grundarfjarðar 2016

    Íþróttamaður ársins var heiðraður á aðventudegi kvenfélagsins í samkomuhúsinu í gær, fyrsta sunnudag í aðventu. Hlutskarpastur í kjörinu varð knattspyrnumaðurinn Þorsteinn Már Ragnarsson sem lék vel með Víking Ólafsvík á síðustu leiktíð og var einnig fyrirliði liðsins.  

Húsaleigubætur!

Þann 1. janúar 2017 munu ný lög um húsnæðisbætur taka gildi og mun þá Greiðslustofa húsnæðisbóta taka við því hlutverki að greiða húsnæðisbætur fyrir landið allt.Þjónustuskrifstofa þeirra er staðsett á Sauðárkróki og tók formlega til starfa 16. nóvember sl. og opnað var fyrir umsóknir þann 21. nóv. sl.   Við hvetjum leigjendur til þess að skila sem fyrst inn gögnum til Greiðslustofu svo færslan verði sem farsælust.   Sveitarfélögin munu greiða út húsaleigubætur vegna nóvember- og desembermánaðar og síðan tekur Greiðslustofa húsnæðisbóta við.   Frekari upplýsingar og reiknivél má finna á heimasíðu Greiðslustofu, www.husbot.is   Einnig veitir fulltrúi Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga upplýsingar og ráðgjöf.   Berghildur Pálmadóttir.  

Er lögheimilið rétt skráð?

Fyrir 1. desember þurfa allir að vera með lögheimili sitt rétt skráð á þeim stað sem þeir hafa fasta búsetu.   Það er mikilvægt svo öll réttindi sem fylgja lögheimili séu tryggð.   Þeir sem eiga eftir að breyta lögheimili sínu eru hvattir til að ljúka því sem allra fyrst og í síðasta lagi fyrir næstu mánaðarmót.  

Íbúafundur

Munum eftir íbúafundinum í Samkomuhúsinu í dag kl 17:15! Íbúar Grundarfjarðarbæjar eru hvattir til að mæta á þennan fund svo að sjónarmið sem allra flestra komi fram við vinnu aðalskipulags bæjarins.    

Augnlæknir og Háls-nef og eyrnalæknir

Guðrún Guðmundsdóttir augnlæknir verður með móttöku á HVE Grundarfirði fimmtudaginn 8. desember n.k.   Þórir Bergmundsson háls,- nef og eyrnalæknir verður með móttöku á Heilsugæslunni Grundarfirði föstudaginn 9. desember n.k.  

Vertu með í að móta framtíðina

Íbúafundur um aðalskipulag Grundarfjarðarbæjar. Mánudaginn 21. nóvember kl.17.15 í samkomuhúsinu.   Sjá nánar hér.   

Íbúð fyrir eldri borgara í Grundarfirði

Íbúð fyrir eldri borgara að Hrannarstíg 18 er laus til umsóknar. Um er að ræða leiguíbúð með búseturétti og 20% hlutareign. Íbúðin er þriggja herbergja, 70,2 ferm.   Umsóknarfrestur er til 20. nóvember 2016.   Reglur vegna úthlutunar íbúða fyrir eldri borgara   Umsóknareyðublað    

Norræna bókasafnavikan

  Mánudaginn 14. nóvember 2016 hefst Norræna bókasafnavikan í 20. skipti.  Lesum sama bókmenntatexta á sama tíma á öllum Norðurlöndunum. Upplesturinn hefst  kl. 17:00 í Sögumiðstöðinni, kl. fimm.  Athugið breyttan tíma frá fyrri árum. Sjá meira á síðu bókasafnsins.         Lesið á sama tíma fyrir börn og fullorðna.Myndasýning. Takið daginn frá ;-)

21. nóvember - takið tímann frá!

Mánudaginn 21. nóvember nk. (seinnipart dags) verður haldinn opinn íbúafundur í tengslum við endurskoðun aðalskipulags Grundarfjarðarbæjar. Á fundinum verður kynnt grunnvinna sem farið hefur fram og leitað til íbúa sveitarfélagsins um ýmis mikilvæg atriði sem snerta daglegt líf og framtíðaruppbyggingu. Fundurinn verður auglýstur og kynntur betur fljótlega, en íbúar eru hvattir til að taka tímann frá fyrir skemmtilegan fund!   Grundarfjarðarbær  

Lokun vegna starfsmannadags

Vegna starfsmannadags er bæjarskrifstofan lokuð frá kl. 12:00 föstudaginn 4. nóvember 2016.