Þann 1. janúar 2017 munu ný lög um húsnæðisbætur taka gildi og mun þá Greiðslustofa húsnæðisbóta taka við því hlutverki að greiða húsnæðisbætur fyrir landið allt.Þjónustuskrifstofa þeirra er staðsett á Sauðárkróki og tók formlega til starfa 16. nóvember sl. og opnað var fyrir umsóknir þann 21. nóv. sl.
Við hvetjum leigjendur til þess að skila sem fyrst inn gögnum til Greiðslustofu svo færslan verði sem farsælust.
Sveitarfélögin munu greiða út húsaleigubætur vegna nóvember- og desembermánaðar og síðan tekur Greiðslustofa húsnæðisbóta við.
Frekari upplýsingar og reiknivél má finna á heimasíðu Greiðslustofu, www.husbot.is
Einnig veitir fulltrúi Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga upplýsingar og ráðgjöf.
Berghildur Pálmadóttir.