Skólanefnd Grundarfjarðar boðar til fundar.

Bréf til foreldra/forráðamanna.   

Stefnumót í bókasafni á Snæfellsnesi

Kynning á þjónustu og viðburðum í bókasafninu í Sögumiðstöðinni. Fræðsluganga um bókasafnið, saga Grundarfjarðar rúllar í Bæringsstofu.Sérstök áhersla á erlend millisafnalán frá bókasöfnum á Íslandi. Svæðisgarðurinn kynnir samvinnuverkefni. Vöfflur og hressing.

Viðtalstímar bæjarfulltrúa miðvikudaginn 20. janúar nk.

   Bæjarstjórn Grundarfjarðar hefur ákveðið að bæjarfulltrúar verði með viðtalstíma annan hvern mánuð 3. miðvikudag mánaðarins.   Fyrsti viðtalstími bæjarfulltrúa verður miðvikudaginn 20. janúar nk. klukkan 17-18 í Ráðhúsi Grundarfjarðar.   Íbúar Grundarfjarðar eru hvattir til þess að nýta tækifærið og ræða við bæjarfulltrúa.   Bæjarstjóri  

Snæfellsnes - Ísland í hnotskurn

    Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi býður upp á áhugavert námskeið fyrir heimafólk á Snæfellsnesi í átthagafræði, staðháttum, útivist, ferðamennsku, gestamóttöku, upplýsingaöflun og miðlun.   Námið fer að mestu fram í fjarnámi en þrjár námslotur verða að auki, á mismunandi stöðum á Snæfellsnesi.  

Viðvera og viðtalstímar atvinnuráðgjafa SSV

 

Horft til framtíðar með endurskoðun aðalskipulags

    Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar horfir til framtíðar og fylgir svæðisskipulagi eftir með því að marka nánari stefnu í aðalskipulagi sínu um umhverfi fólks og fyrirtækja.   Grundarfjarðarbær hefur samið við ráðgjafarfyrirtækið Alta um endurskoðun aðalskipulags bæjarins. Skrifað var undir samning þar að lútandi föstudaginn 8. janúar sl., með hefðbundnum fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar.  

Fyrirlestur í kvöld með landsliðsþjálfara frá KSÍ

Nemendur í 7.-10. bekk hlustuðu á Halldór Björnsson í skólanum í morgun. Þar lagði hann áherslu á hvað þarf til að ná árangri í lífinu.   Halldór Björnsson þjálfari U-17 landsliðs karla í knattspyrnu er staddur í Grundarfirði í dag. Í morgun ræddi hann við nemendur í 7.-10. bekk Grunnskóla Grundarfjarðar um hvað þarf til að ná árangri í íþróttum og lífinu almennt.   Í kvöld kl 20 verður Halldór með fyrirlestur í Sögumiðstöð þar sem hann fjallar um hvað þarf til að ná árangri í knattspyrnu, fyrirmyndir, undirbúning fyrir landsliðsæfingar og hæfileikamótun og fleira. Allir eru velkomnir á fyrirlesturinn og þá sérstaklega knattspyrnuiðkendur, foreldrar og þjálfarar.  

Kynningarfundur um vetrarferðaþjónustuverkefni á Snæfellsnesi

   Ferðaþjónustuaðilar með vetraropnun eru sérstaklega boðnir velkomnir á þennan fund þar sem farið verður yfir málefni vetrarferðaþjónustu á Snæfellsnesi. Öll fyrirtæki sem skráð eru á Snæfellsnesi, eru með gilt starfsleyfi í viðkomandi grein og bjóða upp á þjónustu fyrir ferðamenn á lágönn, geta verið með í því kynningarefni sem búið verður til. Lágönn telst til tímabilsins frá 1. október til 1. maí. Verkefnið er þátttakendum að kostnaðarlausu.  

Jólin kvödd með glæsibrag

    Það var vel mætt til árlegrar þrettándabrennu Grundarfjarðarbæjar í Hrafnkelsstaðabotni í Kolgrafarfirði og þar voru jólin kvödd með glæsibrag. Grundfirðingar láta ekki smá vindhviður á sig fá og mættu kappklæddir og galvaskir til þessarar fínu brennu.

Hreystivika í Grundarfirði 11.-17. janúar 2016

      Heilbrigð sál í hraustum líkama!   Hreystivika verður haldin í Grundarfirði vikuna 11.-17. janúar, þriðja árið í röð. Tilgangur hreystivikunnar er að vekja athygli á og efla almennt heilbrigði og hreysti bæjarbúa, jafnt líkamlegt sem andlegt. Á baksíðu Jökuls er dagskrá vikunnar sem er samsett með það í huga að sem flestir finni eitthvað við sitt hæfi.