- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Það var vel mætt til árlegrar þrettándabrennu Grundarfjarðarbæjar í Hrafnkelsstaðabotni í Kolgrafarfirði og þar voru jólin kvödd með glæsibrag. Grundfirðingar láta ekki smá vindhviður á sig fá og mættu kappklæddir og galvaskir til þessarar fínu brennu.
Björgunarsveitin Klakkur bauð upp á glæsilega flugeldasýningu og á heiður skilið fyrir hana. Heitt kakó í boði Framness og foreldrafélags grunnskólans rann ljúflega niður hjá gestum brennunnar og var vel þegið í kuldanum.
Grundarfjarðarbær þakkar öllum þeim sem komu að undirbúningi og framkvæmd brennunnar fyrir vel unnin störf og gestum fyrir komuna.