Sumarstörf hjá Grundarfjarðarbæ - umsóknarfrestur til 1. maí

      Grundarfjarðarbær leitar að sumarstarfsmönnum sem hafa ríka þjónustulund, eru stundvísir, áreiðanlegir og vinnufúsir.

Starfsmaður óskast í áhaldahús og við Grundarfjarðarhöfn

    Laust er til umsóknar starf í áhaldahúsi Grundarfjarðarbæjar auk hafnarvörslu við Grundarfjarðarhöfn. Um fullt starf er að ræða. Starfið er fjölbreytt, en starfsmaður mun vinna með verkstjóra áhaldahúss, umsjónarmanni fasteigna og hafnarstjóra eftir þörfum hverju sinni.  

Augnlæknir verður í Grundarfirði 29. apríl

  Guðrún Guðmundsdóttir augnlæknir verður með móttöku á HVE Grundarfirði fimmtudaginn 29. apríl nk. Tekið er á móti tímapöntunum á Heilsugæslustöð Grundarfjarðar í síma 432 1350  

Aðalfundur UMFG mánudaginn 25. apríl

    Aðalfundur   Ungmennafélags Grundarfjarðar verður haldinn í Sögumiðstöðinni mánudaginn 25.apríl 2016 kl: 20:30   Dagskrá: 1. Fundur settur 2. Fundarstjóri settur 3. Skýrsla stjórnar 4. Reikningar lagðir fram 5. Kosning stjórnar 6. Önnur mál   Stjórn UMFG  

Blóðbankabíllinn í Grundarfirði 26. apríl

    Blóðbankabíllinn verður við Samkaup-Úrval í Grundarfirði þriðjudaginn 26. apríl kl 12:00-17:00.     Ávallt skortir blóð fyrir sjúklinga og slasaða og því mikilvægt að sem flestir gefi blóð. Blóðgjöf er sannkölluð lífgjöf. Flestir á aldrinum 18-60 ára geta gerst blóðgjafar og vanir blóðgjafar mega gefa blóð til 65 ára aldurs.  

Safna- og sýningadagur á sumardaginn fyrsta

  Sumardagurinn fyrsti, 21. apríl 2016 er safna- og sýningadagur á snæfellsnesi. Snæfellingar allir eru hvattir til að skoða þann mikilvæga hluta menningararfs okkar sem geymdur er í söfnum og sýningum.   Hér í Grundarfirði verður Sögustofa Inga Hans opin að Læk, Sæbóli 13, auk þess sem Sögumiðstöðin verður opin og þar verður sýnd myndin Svartihnjúkur - stríðssaga úr Eyrarsveit kl 14 og 16 í Bæringsstofu.   Allir eru velkomnir á söfn og sýningar á Snæfellsnesi á sumardaginn fyrsta og er aðgangur ókeypis!  

Viðvera atvinnuráðgjafa

Viðvera atvinnuráðgjafa SSV fellur niður í dag 13.apríl. Atvinnuráðgjafi verður næst með viðveru þann 11.maí nk. í Grundarfirði.    

Vortónleikar Skagfirska Kammerkórsins í Grundarfjarðarkirkju

  "Svo flaug hún eins og fiðrildi..." er yfirskrift vortónleika Skagfirska Kammerkórsins sem haldnir verða í Grundarfjarðarkirkju laugardaginn 16. apríl næstkomandi klukkan 14:00.    Á efnisskrá kórsins er allt frá þjóðlögum ýmissa landa til kvikmyndatónlistar.   Stjórnandi er Helga Rós Indriðadóttir.   Allir hjartanlega velkomnir!   Aðgangseyrir kr 2500   

Götusópur

Götusópurinn verður í bænum næstu daga. Íbúar eru vinsamlegast beðnir um að auðvelda vinnu götusóparans og færa bíla sína.   

Undankeppni fyrir Stóru upplestrarkeppnina í 7.bekk

Fimmtudaginn 7. apríl var haldin undankeppni fyrir Stóru upplestrarkeppnina í 7. bekk. Hver nemandi las eina blaðsíðu úr bókinni „Ertu Guð? Afi“, eftir Þorgrím Þráinsson og eitt ljóð.