Ræstingastarf

Grundarfjarðarbær óskar eftir að ráða sem fyrst starfsmann til að sinna ræstingu á einni af húseignum bæjarins. Um er að ræða 2 klst. á viku. Vinnutími er sveigjanlegur.   Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Dala- og Snæfellsness (SDS).   Nánari upplýsingar eru veittar á bæjarskrifstofu í síma 430 8500 eða á netfangi grundarfjordur@grundarfjordur.is   Umsóknarfrestur er til 30. október nk.    

Bæjarstjórnarfundur

178. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðar verður haldinn í Ráðhúsi Grundarfjarðar fimmtudaginn 16. október 2014, kl. 16:30.  

Fiskiveisla Northern Wave

Fiskiveislan vinsæla verður haldin laugardaginn 18. október. Öllum er heimilt að taka þátt í fiskiréttakeppninni. Þátttakendur þurfa aðeins að senda tölvupóst á info@northernwavefestival.com en einnig er hægt að hafa samband við okkur á facebook . Reynt verður að útvega keppendum það fiskhráefni sem það þarf í réttina, keppendur eru beðnir um að koma með gashitara með sér ef þeir vilja halda réttunum heitum. Allir keppendur fá armband og drykki að vild í fiskiveislunni. Í verðlaun eru tvö gjafabréf á Fisk/Grillmarkaðinn í smakkmatseðil þar sem hægt verður að prófa allt það besta af matseðlinum.  

Átakið ALLIR LESA

Landsleikurinn ALLIR LESA fer fram í fyrsta sinn 17. október til 16. nóvember 2014 og lýkur honum því á degi íslenskrar tungu. Það eru mínúturnar sem gilda. Þetta er því ekki hraðlestrarkeppni, fólk getur notið þess að lesa í rólegheitunum. Allan október er Lestrarhátíð helguð ritlist og smásögum undir heitinu TÍMI FYRIR SÖGU. Nestisboxið er smásagnasafn á vef Bókmenntaborgarinnar og margt fleira. Hægt er að fylgjast með á Facebook, Twitter og YouTube.   Vinahópar, vinnufélagar, fjölskyldur, áhafnir skipa, saumaklúbbar og skólabekkir og margir fleiri hópar geta skráð sig á 'ALLIR LESA' eftir 17. október.   Bókasafn Grundarfjarðar styður átakið.

Umsóknir um styrki árið 2015

Hafin er vinna við gerð fjárhagsáætlunar Grundarfjarðarbæjar fyrir árið 2015. Auglýst er eftir styrkumsóknum frá einstaklingum og/eða félagasamtökum.   Þeir sem hafa hug á að senda inn styrkumsókn fyrir árið 2015 sendi beiðni þess efnis á netfangið grundarfjordur@grundarfjordur.is Í umsókn skal koma fram fjárhæð þess styrks sem óskað er eftir ásamt stuttri greinargerð.   Umsóknarfrestur er til miðvikudagsins 15. október 2014.   

Rökkurdagar 2014

Nú er runninn upp sá árstími sem að Rökkurdögum er fagnað hér í bæ. Eins og þið sjáið hér er dagskráin fjölbreytt í ár. Lagt var upp með að sem flestir bæjarbúar geti fundið eitthvað við sitt hæfi og notið góðra stunda í heimabyggð.   Eins og áður eru bæjarbúar hvattir til þess að láta loga á útikertum á meðan að hátíðin stendur yfir.   Góða skemmtun á Rökkurdögum      

Ljósmyndasamkeppnin framlengd til 31. október.

Þar sem að afar fáar myndir höfðu borist í ljósmyndasamkeppnina þann 30. september var ákveðið á fundi menningarnefndar þann 2. október að lengja frestinn til 31. október. Verðlaunaafhendingin og myndasýning mun fara fram á árlegum aðventudegi kvenfélagisns í desember.   Nánari upplýsingar um keppnina er að finna hér.    

Bókasafnið lokað vegna landsfundar

Lokað á Bókasafni Grundarfjarðar frá kl. 16:00 miðvikudaginn 1. október og á fimmtudaginn 2. okt. vegna landsfundar Upplýsingar 2014 - Heimurinn í höndum þér. 

Guðsþjónusta 5. október

 

Hreyfivikan hefst í dag

Markmið Hreyfiviku er að vekja athygli á því skipulagða starfi sem er til staðar í samfélaginu og hvetja fólk til að taka þátt í því. Meðal þess sem í boði verður hér eru opnar æfingar UMFG. Þá verða allir skipulagðir æfingatímar opnir og gefst börnum og fullorðnum tækifæri til þess að prufa ákveðna grein án endurgjalds.   Tökum þátt og finnum okkar hreyfingu.