- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Landsleikurinn ALLIR LESA fer fram í fyrsta sinn 17. október til 16. nóvember 2014 og lýkur honum því á degi íslenskrar tungu. Það eru mínúturnar sem gilda. Þetta er því ekki hraðlestrarkeppni, fólk getur notið þess að lesa í rólegheitunum.
Allan október er Lestrarhátíð helguð ritlist og smásögum undir heitinu TÍMI FYRIR SÖGU. Nestisboxið er smásagnasafn á vef Bókmenntaborgarinnar og margt fleira.
Hægt er að fylgjast með á Facebook, Twitter og YouTube.
Vinahópar, vinnufélagar, fjölskyldur, áhafnir skipa, saumaklúbbar og skólabekkir og margir fleiri hópar geta skráð sig á 'ALLIR LESA' eftir 17. október.
Bókasafn Grundarfjarðar styður átakið.