Smiðjur fyrir bæjarhátíðina

Við viljum minna á fjölbreyttar smiðjur fyrir börnin, sem eru í gangi núna fyrir bæjarhátíðina. Endilega að skrá börnin ykkar og gesti þeirra. Smiðjurnar eru í umsjón Ólafar Rutar Halldórsdóttur og Herdísar Línu Halldórsdóttur. Smiðjur: Fjölbreyttar smiðjur vikuna fyrir bæjarhátíðina okkar. Tónlistarsmiðja: Búum okkur til hljóðfæri, spilum og syngjum saman. Hátíðarsmiðja: Undirbúum okkur fyrir skrúðgöngur á Góðri stund. Búum til grímur, skraut og hristur. Einnig danssmiðja og leikjasmiðja.   http://grundarfjordur.is/Files/Skra_0061622.pdf

Ungmennaskipti í Frakklandi

Hefur þú áhuga á að ferðast, kynnast nýju fólki og upplifa öðruvísi menningu? Hvernig væri að skella sér til Frakklands og upplifa menningu Saint Julien en Beauchêne og taka þátt í skemmtilegu verkefni? SEEDS mun senda 5 Íslendinga á aldrinum 18-25 ára til þátttöku í ungmennaskiptunum „Melting Potes: An Artistic Adventure About Cultural Diversity“ sem mun fara fram í bænum Saint Julien en Beauchêne í Hautes-Alpes, Frakklandi. Athugið að a.m.k. einn meðlimur íslenska hópsins má vera á aldrinum 25-30 ára. Hefur þú áhuga á að taka þátt? Hvenær: 5. – 26. ágúst 2013 Umsóknarfrestur: Til miðnættis mánudaginn 22. júlí 2013    

Skemmtiferðaskip miðvikudag 17. júlí

Á morgun mun norska skemmtiferðaskipið Ms. Fram liggja við akkeri við Grundarfjarðarhöfn. Skipið kemur kl. 14.00 og fer kl 20.00  

Bókasafn Grundarfjarðar

Sumartími 15. - 25. júlí 2013 er  mánudaga - fimmtudaga kl. 15:00-18:00.  Lokað vikuna 29. júlí-1. ágúst.           Sérleit í Gegni að efni á Bókasafni Grundarfjarðar 

Færðu Klakki vatnsdælu að gjöf

Starfsmannafélag Slökkviliðs Grundarfjarðar færði Björgunarsveitinni Klakki í Grundarfirði veglega gjöf á dögunum. Starfsmannafélagið færði sveitinni vatnsdælu til notkunar fyrir bátasveit Klakks. Dælan getur nýst vel ef upp koma neyðartilvik þegar þarf að dæla upp úr bátum úti á sjó. Dælan afkastar 500 lítrum á mínútu og er létt og meðfærileg. Það var Ketilbjörn Benediktsson formaður Klakks sem tók við dælunni frá þeim Valgeiri Magnússyni slökkviliðsstjóra, Garðari Svanssyni aðstoðarslökkviliðsstjóra og Óskari Sigurðssyni varðstjóra sem einnig er liðsmaður í björgunarsveitinni.   

Gjaldskrá slökkviliðs

Gjaldskrá fyrir Slökkvilið Grundarfjarðar hefur tekið gildi. Þetta er í fyrsta sinn sem formleg gjaldskrá er sett fyrir slökkviliðið.   Samkvæmt lögum um brunavarnir er slökkviliðum heimilt að innheimta fyrir tiltekna þjónustu og þá hefur einnig farið vaxandi að leitað er til slökkviliða til aðstoðar vegna verka sem heyra ekki undir þau lögum samkvæmt. Stundum hefur verið greitt fyrir þessi viðvik en skort hefur formlega gjaldskrá til að styðjast við.   Hér eftir mun verða innheimt fyrir tiltekna þjónustu og aðstoð slökkviliðsins samkvæmt meðfylgjandi gjaldskrá.   Gjaldskrá slökkviliðsins

Fréttir af sumarnámskeiðum

Þessa vikuna stendur yfir fjórða námskeiðið í sumar en alls verða þau átta talsins. Meðfylgjandi eru myndir frá starfinu en ýmislegt hefur verið brallað það sem af er sumri.   Á smíðavelli var tálgað og smíðað úr afgangstimbri og pappa það sem krökkunum datt í hug. Þar má nefna dúkkuhús, dúkkuskiptiborð, sverð, skjöldur, indjánatjöld, snaga, hálsfesti, göngustafi, töfrasprota, álfa, báta og skemmtiferðaskip.   Á ævintýranámskeiði var drullumallað, leirað og föndrað, farið út að leika í rokinu, farið í leiki, grillaðir sykurpúðar, blásnar risa sápukúlur og fleira.   Í listasmiðjum hafa fjölmörg listaverkin orðið til, til dæmis mósaík, litríkar kýr, Pop-Art myndir í anda Andy Warhol, mandölur, skrapmyndir, krítarmyndir og margt fleira.  

Hönnunarsamkeppni

Umhverfisfulltrúi Snæfellsness í samstarfi við Norska húsið–BSH­ efnir í fyrsta sinn til samkeppni fyrir íbúa Snæfellsness um hönnun á vistvænum, heimatilbúnum tauinnkaupapokum. Samkeppnin er unnin í tengslum við sýninguna  (v)ertu græn(n)!?  þar sem hugtakið sjálfbærni er í forgrunni. Markmið sýningarinnar er að safna saman grænum hlutum úr daglegu lífi, sýna þá og draga fram „græna“ eiginleika þeirra.  

Félags-og skólaþjónusta Snæfellinga auglýsir eftir félagsráðgjafa

      Félagsráðgjafi   Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga auglýsir eftir félagsráðgjafa. Um er að ræða  100%  starf félagsráðgjafa í  félagsþjónustu sveitarfélaganna á Snæfellsnesi.   Íbúafjöldi þjónustusvæðisins  er um 4 þúsund.  Hjá FSS starfa forstöðumaður,  2 sálfræðingar,  þroskaþjálfi,  kennslu- og starfsráðgjafi, ráðgjafi félagsþjónustu, 2 talmeinafræðingar auk  starfsmanna heimaþjónustu, liðveislu og málaflokks  fatlaðs fólks.     

Skipulags- og byggingarfulltrúi Grundarfjarðar- og Stykkishólmsbæjar

Sigurbjartur Loftsson byggingafræðingur hefur verið ráðinn til starfa sem skipulags- og byggingarfulltrúi Grundarfjarðar- og Stykkishólmsbæjar og hóf hann störf 1. júlí sl. Var hann ráðinn úr hópi 14 umsækjenda.   Sigurbjartur er húsasmíðameistari og byggingafræðingur frá Vitus Bering tækniskólanum í Horsens, Danmörku. Hann er jafnframt löggiltur mannvirkjahönnuður.   Síðastliðin sjö ár hefur Sigurbjartur starfað hjá Batteríinu sem byggingafræðingur og verkefnisstjóri hönnunar, útboða og framkvæmda.   Viðvera skipulags- og byggingarfulltrúans í Grundarfirði verður miðvikudaga og fimmtudaga á opnunartíma bæjarskrifstofu, milli kl. 10:00-14:00. Netfang: bygg@grundarfjordur.is