Laus störf í heimaþjónustu

Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga leitar eftir starfskrafti til að annast heimilishjálp tímabundið í   Grundarfjarðarbæ   Viðkomandi þarf að geta hafið störf í síðasta lagi 1. desember 2012    

Spilavist

Spilavist verður í samkomuhúsinu miðvikudaginn 7. nóvember klukkan 20.00. Allir velkomnir.   Félag eldri borgara í Grundarfirði.      

Lýsing á vinnu við svæðisskipulag um svæðisgarð - nú er tækifæri til að setja sig inn í málið!

Eins og fram hefur komið er farin af stað vinna við að móta svæðisgarð á Snæfellsnesi. Vinnan fer aðallega fram með gerð svæðisskipulags fyrir svæðisgarðinn.    

Viltu leggja Rauða Krossinum lið?

Rauðakrossdeildina í Grundarfirði vantar sjálfboðaliða sem vilja starfa í fjöldahjálparstöð.  Ítarlegt námskeið um tilgang og störf fjöldahjálpastöðva verður haldið miðvikudaginn 7. nóvember og fimmtudaginn 8. nóvember kl. 18 til 22 í  Grunnskóla Grundfjarðar. Skráning er í síma 456 3180 eða á netfangið bryndis@redcross.is. Rauði Krossinn þarf á liðsmönnum að halda.   Sjá auglýsingu hér.   Rauði Kross Íslands  

Menningaráð Vesturlands

Lokafrestur til þess að sækja um styrki Menningaráðs Vesturlands fyrir árið 2013 rennur út 18. nóvember.sjá  http://www.menningarviti.is/  

Styrkir til náms,- verkfæra- og tækjakaupa

Þjónusturáð Vesturlands auglýsir eftir umsóknum um styrki til náms-, verkfæra- og tækjakaupa á grundvelli 27. greinar í lögum um málefni fatlaðra. Umsækjendur skulu eiga lögheimili á Vesturlandi, búa við varanlega örorku og vera orðnir 18 ára.

Frábær dagur hjá Rauða kross deild Grundarfjarðar!

Þann 25. okt 2012 komu um 130 manns á kynningu á RKÍ og sýningu á yndislega fatnaðinum, sem okkar stórkostlegu handverkskonur hafa unnið þetta árið til að svara ákalli frá Hvíta-Rússlandi. Þar gat á að líta hvernig hægt er að nýta gömul föt og hanna og sauma alveg ný!   Sjá nánar hér  

Markaskrá Snæfellsness-og hnappadalssýslu er komin út.

Eigendur fjár- og hrossamarka í Grundarfirði geta nálgast skrána á bæjarskrifstofu Grundarfjarðar milli kl. 10-14 alla virka daga.  

Velheppnaður starfsmannadagur

Grundarfjarðarbær efndi til starfsmannadags með öllum starfsmönnum bæjarins föstudaginn 19. október síðastliðinn. Haldið var í Borgarfjörðinn og byrjað á vinnudegi á Hótel Borgarnesi.   Björn Steinar Pálmason, bæjarstjóri og Sigurborg Kr. Hannesdóttir, forseti bæjarstjórnar,fóru yfir innri og ytri málefni er snúa að bæjarfélaginu. Þá kynnti Sigurlaug R. Sævarsdóttir, skrifstofustjóri , niðurstöður starfsmannakönnunar sem nýverið var framkvæmd í fyrsta sinn meðal allra starfsmanna Grundarfjarðarbæjar. Samkvæmt könnuninni eru starfsmenn ánægðir og sáttir við margt en einnig komu ábendingar um ýmislegt sem má bæta. Unnið verður frekar úr niðurstöðum könnunarinnar og gerðar áætlanir um úrbætur þar sem þess er þörf.  

Rauði kross Íslands - Endurvinnsla – nýting á fötum!

Á fimmtudaginn 25. október verður sýning á þeirri frábæru vinnu sem verið hefur í gangi nú á haustdögum. Þar hafa fjölmargar konur lagt hönd á plóg við að breyta alls konar fötum í barnastærðir og garni í stórkostlegan fatnað fyrir börn, sem búa við mjög mikla fátækt og kulda í Hvíta-Rússlandi.   Sjón er sögu ríkari, komið og kíkið við á Borgarbrautinni frá kl 10:00 – 12:00!