Bingó í kvöld

Bingó í kvöld 6. og 7. bekkur verða með Bingó fyrir bæjarbúa í kvöld. Bingóið verður í samkomuhúsinu kl 20:00. 500 kr eitt spjald - 900 kr tvö spjöld - 1300 kr þrjú spjöld   Allir velkomnir.      

Er lögheimili rétt skráð?

Fyrir 1. desember þurfa allir að vera með lögheimili sitt skráð á þeim stað sem þeir hafa fasta búsetu. Þetta er mikilvægt svo öll réttindi sem fylgja lögheimili séu tryggð. Skorað er á þá sem eiga eftir að tilkynna um flutning og nýtt lögheimili að ljúka því sem allra fyrst og í síðasta lagi fyrir næstu mánaðamót.  

Alþjóðlegur minningardagur fórnarlamba umferðarslysa

Ætlunin er að boða til minningarathafnar við bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi klukkan 11 sunnudaginn 18. nóvember 2012 þar sem minnst verður fórnarlamba umferðarslysa og jafnframt heiðraðar þær starfsstéttir sem koma að björgun og aðhlynningu. Frá árinu 1993 hefur þriðji sunnudagur í nóvember verið tileinkaður minningu fórnarlamba umferðarslysa. Starfshópur innanríkisráðuneytisins um Áratug aðgerða annast undirbúning þessa verkefnis.  

Íþróttahús - Rafmagn komið í lag

Íþróttahúsið hefur opnað á ný og verða allar æfingar á settum tíma.   Forstöðumaður.    

Tónlistarskóli Grundarfjarðar

Kennsla í tónlistarskólanum fellur niður í dag 12. nóvember vegna rafmagnsbilunar.   Skólastjóri.  

Foreldrar og aðrir forráðamenn athugið

Eins og staðan er núna er íþróttahúsið rafmagnslaust og því verða engar æfingar í dag nema rafmagn kemur á.   Fylgist því vel með á síðu UMFG  www.umfg.123.is  Upplýsingar verða settar þar inn um leið og rafmagn kemur á    

Opinn fundur - Svæðisgarður

Félag eldri borgara efnir til kynningar á verkefni um svæðisgarð á Snæfellsnesi í Samkomuhúsinu, miðvikudaginn 14. nóvember kl. 20.00 Björg Ágústsdóttir, verkefnisstjóri frá Alta, kynnir verkefnið og hvaða þýðingu það hefur fyrir Snæfellsnes.   Allir velkomnir Félag eldri borgara í Grundarfjarðarbæ.

Bæjarstjórnarfundur

Aukafundur í bæjarstjórn Grundarfjarðar verður haldinn á bæjarskrifstofunni fimmtudaginn 8. nóvember 2012, kl. 12:00.   Eitt mál er á dagskrá, sérreglur um úthlutun byggðakvóta.   Reglulegum fundi bæjarstjórnar hefur verið frestað til 22. nóvember.   Bæjarstjóri.

Jól í skókassa

  Verkefnið Jól í skókassa hefur staðið yfir undanfarið. Börn og fullorðnir voru duglegir að taka þátt og eru komnir yfir 40 jólapakkar. Börn í yngstu bekkjum grunnskóla Grundarfjarðar tóku þátt og skiluðu frá sér jólapökkunum 1. nóvember. Af því tilefni var boðið upp á súkkulaði og smákökur sem gladdi góða gefendur. Öllum sem komu að þessu verkefni er þakkað fyrir framlag sitt.   Þessar myndir voru teknar í Grunnskólanum.   

Málþing - Vistvænni samgöngur á Snæfellsnesi

Langar þig að breyta bílnum þínum í metanbíl? Hefur þig dreymt um rafmagnsbíl? Eigum við á Snæfellsnesi einhverja möguleika hvað varðar vistvænni orkugjafa í samgöngum?   Sjá nánar hér.