Lýsing vegna fyrirhugaðrar breytingar á aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar 2003 – 2015 vegna lagningar jarðstrengs
Fyrirhuguð er breyting á aðalskipulagi Grundarfjarðar 2003 – 2015 vegna lagningar 66kV jarðstrengs og ljósleiðara Landsnets hf og 19 kV jarðstrengs á vegum Rarik milli Grundarfjarðar og Ólafsvíkur. Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar samþykkti á fundi sínum hinn 26. apríl, að kynna lýsingu þessarar framkvæmdar. Skipulagsstofnun hefur fjallað um lýsingu þessa og gerir ekki athugasemd við hana. Lýsingin er kynnt á vef Grundarfjarðar www.grundarfjordur.is í samræmi við 30. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eru hvattir til að kynna sér lýsinguna og koma ábendingum eða athugasemdum á framfæri skriflega eða á netfangið smari@grundarfjordur.is fyrir 1. júlí 2012.
Skipulags- og byggingarfulltrúi Grundarfjarðar.
Sjá nánari lýsingu!