Komur skemmtiferðaskipa sumarið 2012

Í dag kemur fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins til Grundarfjarðar. Það er Silver Explorer sem kemur kl. 7 og verður hér til kl. 18:30. Alls hafa 18 skip verið bókuð í sumar sem er það mesta frá upphafi.   Hér á síðunni má nálgast lista yfir skipin sem koma í sumar og ýmsar upplýsingar um flest þeirra.   Skemmtiferðaskip sumarið 2012

Hátíðardagskrá 17. júní 2012

Hér má sjá 17. júní hátíðardagskrána.    

Opinn fundur Hafrannsóknarstofnunar um haf- og fiskirannsóknir og veiðiráðgjöf

Hafrannsóknastofnunin kynnti 8. júní skýrslu stofnunarinnar um ástand fiskistofna og aflahorfur fiskveiðiárið 2012/2013. http://www.hafro.is/undir.php?ID=26&REF=4   Í framhaldinu boðar Hafrannsóknastofnunin til opinna funda um haf- og fiskirannsóknir og veiðiráðgjöf fyrir komandi fiskveiðiár. Fundir verða haldnir á eftirfarandi stöðum:

Bæjarstjórnarfundur

150. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðar verður haldinn í Samkomuhúsinu, fimmtudaginn 14. júní 2012, kl. 16:30.   Fundir bæjarstjórnar eru opnir og er áhugamönnum um bæjarmálefni velkomið að sitja fundina og hlýða á það sem fram fer.    

Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga auglýsir laus störf til umstóknar

·       Stöðugildi þroskaþjálfa eða iðjuþjálfa Á  starfsstöð  dagvistunar, hæfingar, atvinnutengdra úrræða  og  afþreyingar  fatlaðra í Stykkishólmi ·       Stöðugildi  ráðgjafa í félagsþjónustu sveitarfélaga Verksvið:  Málefni fatlaðs fólks  og  önnur félagsþjónusta sveitarfélaga    

Aðalfundur Eyrbyggju-Sögumiðstðvar og Blöðruskalla

Áður auglýstur aðalfundur Eyrbyggju-Sögumiðstöðvar og Blöðruskalla, sögufélags hefur verið færður frá fimmtudeginum 14. júní yfir á mánudaginn 18. júní 2012 og hefst kl. 20.00. Fundurinn verður eins og áður var auglýst í Sögumiðstöðinni Grundarfirði. Dagskrá er meðfylgjandi. Fundargögn verða aðgengileg á vef innan tíðar.  

Fjölbrautaskóli Snæfellinga auglýsir eftir framhaldsskólakennurum

Fjölbrautaskóli Snæfellinga auglýsir eftir framhaldsskólakennurum fyrir skólaárið 2012-2013.   Danska            50%  staða Raungreinar    100% staða Fél/Sag/Upp    100% staða   Laun greiðast samkvæmt stofnanasamningi skólans.   Skólinn er framhaldsskóli með áfangasniði þar sem í boði eru stúdentsbrautir, almenn námsbraut og starfsbraut. Skólinn er með framhaldsskóladeild á Patreksfirði. Helstu áherslupunktar í kennsluháttum skólans eru  nýting upplýsingatækni í skólastarfi, fjölbreyttar verkefnamiðaðar kennsluaðferðir og námsmat með sérstakri áherslu á leiðsagnarmat.  

Fyrirhugaðar breytingar á aðalskipulagi

Lýsing vegna fyrirhugaðrar breytingar á aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar 2003 – 2015 vegna lagningar jarðstrengs   Fyrirhuguð er breyting á aðalskipulagi Grundarfjarðar 2003 – 2015 vegna lagningar 66kV jarðstrengs og ljósleiðara Landsnets hf og 19 kV jarðstrengs á vegum Rarik milli Grundarfjarðar og Ólafsvíkur. Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar samþykkti á fundi sínum hinn 26. apríl, að kynna lýsingu þessarar framkvæmdar. Skipulagsstofnun hefur fjallað um lýsingu þessa og gerir ekki athugasemd við hana. Lýsingin er kynnt á vef Grundarfjarðar www.grundarfjordur.is í samræmi við 30. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eru hvattir til að kynna sér lýsinguna og koma ábendingum eða athugasemdum á framfæri skriflega eða á netfangið smari@grundarfjordur.is fyrir 1. júlí 2012.   Skipulags- og byggingarfulltrúi Grundarfjarðar.   Sjá nánari lýsingu!    

Dreifnám við Fjölbrautaskóla Snæfellinga á haustönn 2012

Umsóknarfrestur í dreifnám er til 18. júní 2012. Með dreifnámi er átt við að nemandinn getur stundað fjarnám frá skólanum auk þess að standa til boða að mæta með dagskólanemendum í kennslustundir.   Þeir sem skráðir eru í dreifnám hafa aðgang að kennurum á MSN allt að 4 klst. á viku.   Öllum tölvupósti er svarað innan sólarhrings 5 daga vikunnar. Námsmatið byggir að stórum hluta á vinnu nemenda frá viku til viku.   Upplýsingar um skólann eru á vefnum www.fsn.is .   Allar frekari upplýsingar fást hjá námsráðgjafa og aðstoðarskólameistara FSN í síma 4308400.   Skólameistari FSN  

Nýir Ipad teknir í notkun í Grunnskólanum

Í Grunnskólanum hefur staðið fyrir dyrum að endurnýja tölvukostinn að hluta. Skólinn hefur verið ágætlega settur hvað varðar tölvubúnað síðustu ár en nú var komið að því að endurnýja. Ákveðið var að kaupa Ipad í stað fartölva eins og áður hefur verið gert og eru nú 18 Ipad komnir í hús. Ipad býður upp á marga skemmtilega möguleika í kennslu  og nýtist því kennurum vel í því  að auka fjölbreytni kennsluhátta og nýta ýmsa möguleika sem ekki hafa verið fyrir hendi áður.Nemendur eiga eflaust eftir að taka þessari nýjung fagnandi því sú kynslóð sem nú sækir grunnskóla landsins er vanari lyklaborðum og tölvum en blýanti og blaði. Það gefur því auga leið að skólarnir verða að færa sig nær þessari þróun.