Ályktun bæjarráðs Grundarfjarðar vegna frumvarpa um sjávarútvegsmál

Á fundi bæjarráðs Grundarfjarðar 17. apríl 2012 var lögð fram aðsend ályktun sem send var öllum sveitarfélögum á landsbyggðinni um frumvörp ríkisstjórnarinnar til laga um stjórn fiskveiða og veiðigjöld.   Eftirfarandi ályktun var samþykkt samhljóða.   „Bæjarráð Grundarfjarðar tekur undir fyrirliggjandi ályktun/undirskriftarsöfnun um frumvörp til laga um stjórn fiskveiða og veiðigjöld, þar sem Alþingi er sterklega varað við því að samþykkja þau.   Bæjarráð skorar á stjórnvöld að leiða sjávarútvegsmál til lykta með það að leiðarljósi að sem víðtækust sátt náist í sjávarútvegi og allri annarri auðlindanýtingu.   Bæjarráð Grundarfjarðar gerir einnig kröfu um að jafnræðis verði gætt við gjaldtöku náttúruauðlinda og komi til aukinnar gjaldtöku á sjávarútveginn renni hluti hennar til sveitarfélaga í gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga en ekki beint til landshlutasamtaka. Þá vill bæjarráð minna á að skerðing þorskkvóta um 30% árið 2007 olli Grundarfirði verulegum skakkaföllum og er mikilvægt að sú skerðing gangi til baka.   Einnig mótmælir bæjarráð fyrirhugaðri skerðingu á föstum bótum vegna brests á veiðum á hörpuskel.“  

Laus störf í heimaþjónustu

Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga leitar eftir starfskrafti til að annast heimilishjálp í Grundarfjarðarbæ og Stykkishólmsbæ. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Vinnutími eftir samkomulagi. Laun greidd skv. samningum SDS Frekari upplýsingar veitir Berghildur Pálmadóttir, ráðgjafi í síma 430-7804 eða í tölvupósti, berghildur@fssf.is Umsóknir berist Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga Klettsbúð 4,  Hellissandi, sími 430 7800 eða á netfangið berghildur@fssf.is     

Bókasafnsdagurinn 2012 - Lestur er bestur

Bókasafnsdagurinn 17. apríl er haldinn hátíðlegur á bókasöfnum um allt land. Skoðið vefsíðu bókasafnsins um daginn. Fylgist með viðtölum og fréttum í fjölmiðlum. Á bókasafni Grundarfjarðar er boðið upp á kaffi og safa. Það þarf ekki að eiga skírteini til að mega heimsækja bókasafnið. Hægt er að kaupa bækur, notaðar og nýjar, á 50-200 kr stykkið. Kíkið á Flökkubækurnar í andyrinu. Opið verður þennan þriðjudag fyrir hádegi kl. 10-12 og eftir hádegi kl 14-18.  

Morgunsund vorið 2012

Meðan á skólasundi stendur verður sundlaugin opin almenningi milli kl. 7:00-8:00 á morgnana frá mánudeginum 16. apríl 2012.   Laugardaginn 19. maí hefst sumaropnun sundlaugarinnar. Nánar auglýst síðar.

Sumarstörf hjá Grundarfjarðarbæ

Laus eru til umsóknar sumarstörf í vinnuskóla, áhaldahúsi og sundlaug:   -          Áhaldahús. Umsækjendur þurfa að vera 18 ára eða eldri, hafa verkvit og áhuga til útiveru, vera reyklausir og sjálfstæðir í vinnubrögðum. Vinnutímabil er að jafnaði fá miðjum maí til loka ágúst.   -          Sundlaugarvarsla Umsækjendur þurfa að vera 18 ára eða eldri, standast hæfnispróf, vera reyklausir, hafa verkvit og getu til að vinna sjálfstætt. Vinnutímabil er frá miðjum maí til 19. ágúst.   -          Umsjón með vinnuskóla Um er að ræða 50% starf í tvo mánuði. Leitað er að einstaklingi 24 ára eða eldri sem hefur áhuga á að vinna með unglingum og færni til að stýra vinnuskólahóp. Viðkomandi þarf að vera góð fyrirmynd, reyklaus, skipulagður og sjálfstæður í vinnubrögðum og að hafa þekkingu á staðháttum.   Sótt er um á vef bæjarins http://grundarfjordur.is Umsóknarfrestur er til og með 23. apríl 2012. Áður innsendar umsóknir þarf ekki að endurnýja.   Nánari upplýsingar eru veittar í síma 430 8500.  

Spilavist í kvöld

Spilavist eldri borgara verður í samkomuhúsinu miðvikudaginn 11. apríl klukkan 20:00. Allir hjartanlega velkomnir. Stjórn Félags eldir borgara í Grundarfriði. 

Vinabæjarfélagið "Grundapol" stofnað

Eins og flestir Grundfirðingar vita er bærinn Paimpol á Bretaníuskaga í Frakklandi Frá stofnfundi Grundapolvinabær Grundarfjarðar.  Undanfarin 12 ár hefur verið unnið að ýmsum samstarfsverkefnum og heimsóknum milli Grundarfjarðarbæjar og Paimpol. Eftirminnileg er t.d. Skippers d‘Island siglingakeppnin sem kom við í Grundarfirði 2006 og heimsókn grunnskólabarna 2005. Síðast komu fulltrúar frá Paimpol í heimsókn 2010 þegar „Paimpol garðurinn“ (áður Steinatjörn) var vigður. Í vikunni komu nemendur og kennarar frá skipstjórnarskóla í Paimpol í heimsókn og skoðuðu þeir fiskvinnslufyrirtæki o.fl.   Vinabæjarfélag GRUNDA.POL í Frakklandi var stofnað fyrir nokkrum árum síðan. Undanfarið hefur undirbúningsnefnd, skipuð Eyþóri Björnssyni og Johönnu Van Schalkwyk, verið að vinna að stofnun sambærilegs félags í Grundarfirði. Nefndin hélt tvo fundi og var leitað eftir viðhorfum fólks til stofnunar sérstaks félags til að styðja við vinabæjasamskiptin. Óskað var eftir hugmyndum um markmið og leiðum í starfsemi slíks félags. 2. apríl 2012, kom svo loksins að því að stofnað var áhugamannafélag í Grundarfirði sem ber heitið: Grundapol á Íslandi - vinabæjarfélag Paimpol og Grundarfjarðarbæjar.

Karlakaffi

Síðasta karlakaffið á þessum vetri er í dag þriðjudaginn 3. apríl í verkalýðsfélagshúsinu Borgarbraut 2, klukkan 14:30-16:00.

Frakkar í heimsókn

Dagana 2.-5. apríl verða góðir gestir í heimsókn í Grundarfirði en það eru nemendur og kennarar úr sjómannaskóla í Paimpol, vinabæ okkar í Frakklandi.   Á þriðjudag og miðvikudag munu þeir skoða sig um í bænum og munu m.a. fræðast um starfsemi G.Run, Fisk Seafood og Soffaníasar Cecilssonar hf. Að auki munu þeir líta við í Sögumiðstöinni.   Vegna heimsóknarinnar verður franska fánanum flaggað í fánaborg við heilsugæsluna, gestum okkar til heiðurs.

Stofnfundur "Grundapol"

Áhugamenn um Grundapol!   Loksins er komið að því að stofna Grundapol í Grundarfirði formlega!Stóri dagurinn er í dag 2. april, kl. 20.  Fundarstaður er í Sögumiðstöðinni. Dagskrá fundarins: 1. Samantekt frá undirbúningsnefnd2. Drög að samþykktum 3. Kosning stjórnar 4. Léttar veitingar   Ef þú hefur áhuga á að vera í stjórn eða varastjórn Grundapol, endilega láttu vita af þér. Gaman er að skoða vefsíðu systurfélagsins í Frakklandi – mest allt á frönsku, en samt gaman að skoða!   f.h. Undirbúningsnefndar Johanna og Eyþór