- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Í Grunnskólanum hefur staðið fyrir dyrum að endurnýja tölvukostinn að hluta. Skólinn hefur verið ágætlega settur hvað varðar tölvubúnað síðustu ár en nú var komið að því að endurnýja. Ákveðið var að kaupa Ipad í stað fartölva eins og áður hefur verið gert og eru nú 18 Ipad komnir í hús. Ipad býður upp á marga skemmtilega möguleika í kennslu og nýtist því kennurum vel í því að auka fjölbreytni kennsluhátta og nýta ýmsa möguleika sem ekki hafa verið fyrir hendi áður.Nemendur eiga eflaust eftir að taka þessari nýjung fagnandi því sú kynslóð sem nú sækir grunnskóla landsins er vanari lyklaborðum og tölvum en blýanti og blaði. Það gefur því auga leið að skólarnir verða að færa sig nær þessari þróun.