- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Í mars var boðið upp á danskennslu fyrir alla árganga í Grunnskóla Grundarfjarðar og tókst hún mjög vel í alla staði . Tilvera styrkti verkefnið að hluta en fyrir allnokkrum árum tóku nokkrir foreldrar í bænum sig saman og stofnuðu hóp sem sem hafði það verkefni að styrkja fræðslu og forvarnir fyrir unglinga í Grundarfirði. Fjölmargir aðilar komu að þessu verkefni með góðum árangri og má þar nefna, sálfræðinga, lækna, þjóna, hjúkrunarfræðinga, lögreglu, hársnyrta og snyrtifræðinga, danskennara, félags- og námsráðgjafa og forvarnarfulltrúa. Foreldra unnu ötullega og voru vakandi yfir velferð unglinganna okkar. Fór svo að hópurinn fékk foreldraverðlaun Heimilis og skóla.
Síðustu ár hefur starfsemin legið niðri þar sem öfluga foreldra vantar í hópinn svo hægt sé að halda verkefninu áfram. Kristín Pétursdóttir er nú ein eftir í þessum hópi og væri vel þegið ef foreldrar gæfu sig fram til að starfa með henni og endurvekja þetta frábæra starf.