Þann 18. ágúst 1786, fyrir 222 árum síðan, gaf Danakonungur út tilskipun um að sex verslunarstöðum væri veitt kaupstaðarréttindi. Kaupstaðirnir voru Grundarfjörður, Reykjavík, Akureyri, Eskifjörður og Vestmannaeyjar. Kaupstaðirnir sex áttu að verðamiðstöðvar verslunar, útgerðar og iðnaðar hver í sínum landshluta. Auk þess áttu þeir að vera aðsetur ýmissa opinberra embættismanna og stofnana.