- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Senn líður að jólum og verður aðventunni fagnað í Grundarfirði laugardaginn 29. nóvember.
Gallerí Bibba verður opnað í verkalýðshúsinu klukkan 13:00 og þar verður grundfirskt handverk og vörur frá litir til sölu. Klukkan 14:00 hefst hin árlega aðventu- og fjölskylduhátíð kvenfélagsins Gleym mér ei í samkomuhúsinu, og þar verða á boðstólnum vöfflur, kakó og piparkökur. Einnig er leikfangahappdrætti og sölubásar ýmissa aðila verða opnir.
Klukkan 18:00 verða ljósin tendruð á jólatrénu í miðbænum og gott er að mæta tímanlega því tónlistarskólinn mun heilla viðstadda með ljúfum tónum og heyrst hefur einnig að von sé á jólasveinum í bæinn. Mætum öll og eigum góða stund saman.
Klukkan 20:30 verða sagðar jólasögur í Sögumiðstöðinni. Kyrrlát stund sérstaklega vel til þess fallin að vekja upp jólaandann.
Reynum nú öll að vera búin að skreyta húsin okkar og klæðum Grundarfjörð í fallegan hátíðarskrúða.