- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Með tilvísum til laga nr. 73/1952 um aðsetursskipti, er hér með vakin athygli á þeirri skyldu íbúa að tilkynna um aðsetursskipti. í síðasta lagi 30. nóvember 2008. Eyðublöð fást á bæjarskrifstofunni og einnig á vef Hagstofunnar, www.hagstofa.is.
Athugið að þetta á við bæði um flutning milli sveitarfélaga og innanbæjar.
Atvinnurekendur eru jafnframt hvattir til að brýna fyrir fólki, sem þeir ráða til starfa, að tilkynna aðsetursskipti ef búseta þeirra er í Grundarfirði.
Upplýsingar og aðstoð fást á bæjarskrifstofu Grundarfjarðarbæjar að Grundargötu 30 og þangað ber að skila tilkynningum um aðsetursskipti.