Fréttatilkynning frá ríkisstjórninni um mótvægisaðgerðir

Í gær, miðvikudaginn 12. september, var haldinn blaðamannafundur þar sem fjórir ráðherrar kynntu mótvægisaðgerðir af hálfu ríkisins vegna skerðingar á þorskveiðiheimildum.  Fréttatilkynningin er hér í heild.  Enn er beðið eftir tillögum sem koma eitthvað beint við Grundarfjörð.  Það virðist ekki hafa unnist tími til þess að fara yfir tillögur bæjarstjórnarinnar sem komu inn á mörg hagnýt svið.  Við hljótum að frétta eitthvað meira innan tíðar.  

Auglýsing á tillögu að nýju deiliskipulagi „Framnesi austan við Nesveg” í Grundarfjarðarbæ

Samkvæmt samþykkt bæjarráðs Grundarfjarðarbæjar þ. 4. júlí 2007 er hér með auglýst tillaga að deiliskipulagi Framness austan við Nesveg skv. 25. gr. laga nr. 73 / 1997 m.s.br.  Skipulagssvæðið afmarkast af Nesvegi og nýrri götu „Bryggjuvegi”.  Deiliskipulagstillagan nær til lóðanna nr. 4 - 14 við Nesveg.  Skipulagsreitir í tillögunni eru R6 og R9.  Deiliskipulagstillagan felur m.a. í sér breytingar á stærðum lóða og breytingu á blandaðri notkun lóða á skipulagssvæðinu.  Deiliskipulagstillagan er í samræmi við samþykkta landnotkun í aðalskipulagi þéttbýlis Grundarfjarðarbæjar 2003 - 2015.  

Uppeldisnámskieð SOS

Í kvöld, miðvikudaginn 12. september kl. 19.15 byrjar uppeldisnámskeið SOS í sögumiðstöðinni og eru allir sem eiga eða vinna með börnum sem ekki hafa nú þegar sótt námskeiðið hvattir til að mæta. 

Fyrsti fundur bæjarstjórnar eftir sumarhlé verður þriðjudaginn 11. september n.k.

83. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðarbæjar verður haldinn í samkomuhúsinu þriðjudaginn 11. september 2007, kl. 16.15 og er öllum opinn.  Sjá dagskrá og fundarboð með því að smella hér.   

Brautargengi á Patreksfirði, Grundarfirði og Akureyri

Námskeið fyrir konur um stofnun og rekstur fyrirtækja   Impra nýsköpunarmiðstöð gengst nú í níunda sinn fyrir svokölluðum Brautargengisnámskeiðum á landsbyggðinni. Haustið 2007 er áætlað að halda námskeiðið á þremur stöðum á landinu, þ.e. á Patreksfirði, Grundarfirði og Akureyri. Námskeiðin eru skipulögð í samvinnu við sveitarfélög og Atvinnuþróunarfélög á hverjum stað. Alls hafa á sjötta hundrað konur víðs vegar um land lokið Brautargengisnámskeiði frá upphafi.

Rafmagnslaust verður vegna vinnu í spennistöð

Rafmagnslaust verður í Sæbóli ,Eyravegi og Sólvöllum frá miðnætti og fram eftir nótt vegna vinnu í spennistöð.  Tilkynning frá RARIK.

Smölun fjár og réttir innan marka Grundarfjarðarbæjar 2007

Þann 4. september sl. kom fjallskilanefnd saman á fund.  Á fundinum voru lögð fram og samþykkt drög að fjallskilum fyrir árið 2007.  Smölunar- og réttadagar voru ákveðnir og eru eftirfarandi:   Fyrri smölunardagur verður laugardaginn 15. september 2007 og réttað verður sama dag.   Seinni smölunardagur verður laugardaginn 29.  september 2007 og réttað verður sama dag.  Réttað verður að Hömrum og Mýrum.  

Ný heimasíða hjá Green Globe

Opnuð hefur verið ný heimasíða með grunnupplýsingum um Green Globe verkefnið á Snæfellsnesi. Slóðin inn á heimasíðuna er www.nesvottun.is. Einnig er hægt að smella á Green Globe merkið sem er hér Hægramegin á síðunni.  

Menningarráð Vesturlands auglýsir fund

Mánudaginn 17. september n.k. kl. 14-15 verður Elísabet Haraldsdóttir, menningarfulltrúi Vesturlands á bæjarskrifstofunni til að kynna mögulegar styrkveitingar Menningarráðs og huga að verðugum verkefnum næsta árs eins og segir í tilkynningu.   Elísabet býður öllum sem áhuga hafa að koma á skrifstofu Grundarfjarðarbæjar á fyrrgreindum tíma og ræða málin.

Jafnréttisviðurkenning 2007

Jafnréttisráð lýsir eftir tilnefningum til jafnréttisviðurkenningar fyrir árið 2007. Viðurkenningu geta hlotið einstaklingar, hópar, fyrirtæki eða félagasamtök, sem á einn eða annan hátt hafa skarað fram úr eða markað spor á sviði jafnréttismála. Tilgangurinn er að verðlauna fyrir vel unnin störf í þágu jafnréttis kvenna og karla og hvetja um leið til frekari dáða.   Tilnefningum skal skilað eigi síðar en 24. september n.k. til Jafnréttisráðs, Borgum, 600 Akureyri, í síma 460 6200, bréfsíma 460 6201 eða í tölvupósti  jafnretti@jafnretti.is