Bókasafnið

Verð heima meðan veðrið gengur yfir. Hægt er að hafa samband með tölvupósti eða í síma 438 6797. Sunna. 

SOS námskeið

SOS námskeiðiðinu sem átti að vera í kvöld er frestað vegna veðurs. 

Ofsaveður í dag og á morgun

Geysað hefur ofsaveður í Grundarfirði frá því í nótt.  Ekki eru líkur á því að veðrið gangi niður fyrr en seint á morgun, fimmtudag (milli kl. 17 - 18).  Allir þurfa að huga að húsum, bíkum og lausum munum og koma öllu í skjól sem mögulegt er.  Vindhviður hafa farið í 44 m/s og geta jafnvel orðið verri í nótt og fyrramálið og a.m.k. ekki minni.  Tilfinnanlegt tjón hefur þegar orðið á nokkrum  stöðum á lausum munum, bílum og húsnæði.  

Íþróttahús lokað

Íþróttahúsið verður lokað í dag vegna veðurs. 

Breyting hjá slökkviliðinu

Gunnar Pétur Gunnarsson, slökkviliðsstjóri, er að hefja störf í álverinu á Reyðarfirði eftir fáa daga og verður þ.a.l. ekki lengur við störf fyrir slökkviliðið í Grundarfirði.  Gunnar hefur sagt stöðu sinni lausri sem slökkviliðsstjóri Grundarfjarðar.  Þangað til ráðið hefur verið í stöðu slökkviliðsstjóra, mun Valgeir Þ. Magnússon, varaslökkviliðsstjóri, stjórna slökkviliði Grundarfjarðar.   Gunnari Pétri eru þökkuð góð störf í þágu slökkvliðsins og óskað velfarnaðar á nýjum starfsvettvangi.

Krabbameinsskoðun

Dagana 4. og 5. október verður krabbameinsleit á Heilsugæslunni. Leitað verður að krabbameini í leghálsi og í brjóstum. Allar konur á aldrinum 20-70 ára með lögheimili hér, eiga nú að hafa fengið boðunarbréf í skoðunina. Þær sem ekki hafa fengið bréf er velkomið að hringja í síma 4306800 og panta tíma. Munið að ábyrgð á velferð fjölskyldunnar er ykkar, hvetjum allar konur til að vera með. Skoðunar læknir er Gunda Nygaard. Gæðin á brjóstamyndunum eru þau sömu og í Reykjavík og sömu læknar sem lesa úr þeim ( í Reykjavík).    

Leikskólinn

    Grundarfjarðarbær færði með liðsinni Heilsugæslustöðvar Grundarfjarðar, öllum Grundfirðingum sem fæddir voru árið 2006 sængurgjöf frá sveitungum sínum. Gjöfin innihélt m.a. fatnað, handklæði, beisli, fræðslubækur og pollagalla sem nauðsynlegur er öllum grundfirskum börnum! Þessi börn eru byrjuð í leikskólanum og hér má sjá nokkur þeirra í pollagöllunum sem voru í gjafapakkanum Á myndinni eru Jón Arnar, Alexander Freyr, Harpa Dögg, Isabella Rut, Anita Ósk og Andrea Ósk.

Bíó í sögumiðstöðinni um helgina

    Nýja Íslenska kvikmyndin Veðramót verður sýnd í sögumiðstöðinni um helgina. Veðramót er í leikstjórn Guðnýjar Halldórsdóttir og aðalleikarar í myndinni eru þau Ugla Egilsdóttir, Hilmir Snær Guðnason og Tinna Hrafnsdóttir. Kvikmyndin Veðramót var að stórum hluta tekin upp á Snæfellsnesinu.   Myndin fjallar um þrjá byltingarsinna sem fara norður í land og taka að sér stjórn á vistheimili fyrir vandræðaunglinga. Fljótlega uppgötva þau að hugsjónirnar sem þau lögðu upp með duga ekki alls staðar   Sýningar verða: Fimmtudag       kl. 21:00 Föstudag          kl. 21:00 Laugardag        kl. 21 :00 Aldurstakmark 16 ára 

Steinþórsmótið í frjálsum.

Hið árlega Steinþórsmót barna 14 ára og yngri í frjálsum verður haldið í dag. Mótið byrjar kl 17:30 og er skráning á staðnum. Frjálsíþróttaráð UMFG.

Íþróttagallar.

Vantar einhverjum Snæfellsnesgalla ? Hægt er að panta galla hjá Eygló í síma 8630185. Barnastærðir kosta 5500 og fullorðinsstærðir eru á 6500.