- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Það hefur verið ákveðið að halda foreldrafundi til að kynna samstarfið og starfið í sumar betur. Að auki verður nýr keppnisbúningur Snæfellsness sýndur.
Fundurinn er í kvöld mánudaginn 21. mai sem hér segir:
Í Grundarfirði í Samkomuhúsinu kl 19:30
Allir meðlimir fótboltaráðs HSH mæta á alla fundina auk þeirra þjálfara sem búa á hverjum stað.
Einnig hefur verið ákveðið að krakkarnir hlaupi áheitahlaup föstudaginn 25. mai. Það fyrirkomulag verður kynnt á foreldrafundunum.
Það þarf ekkert að fara mörgum orðum um það hversu mikilvægt það er fyrir alla aðila að foreldrar sýni starfi barna sinna áhuga, því gerum við ráð fyrir mjög góðri fundarsókn.