Borvaktin 8. mars 2007

BS-1 Hiti úr BS-1 var 78,3°C kl. 14, miðvikudaginn 7. mars 2007. Vatnið úr BS-1 hefur ekkert kólnað þrátt fyrir dælingu frá 24. febrúar. Á þessum tíma hefur verið 5 til 10 l/s skoltap úr BS-2.   Þetta eru nýjustu fréttir af vef ÍSOR um verkefnið á Berserkseyri og fjallar að mestu um eldri holuna.  Sjálfri borun nýju holunnar er nú að ljúka og þá tekur við nánari könnun á eiginleikum jarðlaganna sem borað hefur verið í.  Nýja holan verður blásin og kannað til hlýtar hversu gjöful hún getur orðið.  Náið verður fylgst með öllu sem fram kemur um borholurnar og það sem er fréttnæmt verður birt jafnóðum.

Rúta fór útaf veginum

Rúta með þremur farþegum innanborðs rann útaf Vatnaleið á Snæfellsnesi í hálku og hvassviðri en samkvæmt lögreglunni á Stykkishólmi sakaði engan og engar teljandi skemmdir urðu á rútunni. //   Tekið af www.mbl.is

Borvaktin 7. mars 2007

Miðvikudagur 7. mars 2007 Borað var til kl. 5 í morgun í 1518 m og síðan skolað í 1 klst. Skoltap kl. 6 var 9 l/s. Ekki reyndist mögulegt að mæla hita í streng kl. 6 vegna tæknivandamála í mælingabíl ÍSOR.  Hitamæling tefst að þessum sökum um 4 klst. Ákveðið var að bora áfram þar til hægt verður að hitamæla. Gera má ráð niðurstöðum hitamælinga um kl. 11.  

Aðalfundur 2007

Aðalfundur Eyrbyggja 6. mars 2007 kl. 20:00 á Hótel Nordica, Reykjavík.   1. Skýrsla stjórnar   Formaður (Hermann Jóhannesson) fór yfir starfsemi félagsins á liðnu ári.    

Borvaktin 6. mars 2007

  Þriðjudagur 6. mars 2007 Dýpi kl. 7 var 1445 m. Skoltap 5-7 l/s. Smá skolþrýstingsfall varð í stutta stund (innan við 1 mín) í 1452 m og því fylgdi aukin borhraði. Gert er ráð fyrir að borun í 1500 m ljúki í kvöld. Að borun lokinni verður holan gýrómælt og hitamælt í streng. Baker-Hughes mun sjá um gýrómælinguna með mælningabíl frá ÍSOR. Tilgangur hitmælingarinnar er meðal annars að meta hvort ástæða er til að bora áfram. Ef ekki er talin ástæða til dýpkunar verður tekið upp og farið í prófunar- og mælingaprógram þegar borstangir eru komnar upp.

Landaður afli í Grundarfjarðarhöfn í febrúar

Febrúar    2007   samanburður  febrúar 2006 og  2005    Hér fyrir neðan er aflinn sundurskiptur eftir tegundum bæði árin .     Tegundir                2007             2006              2005     Þorskur            873.418 Kg     666.160 Kg     793.077 Kg   Ýsa                  277.424 Kg     218.720 Kg     264.858 Kg   Karfi                139.841 Kg     147.895 Kg     200.607 Kg   Steinbítur        156.560 Kg     219.842 Kg     250.329 Kg   Ufsi                   42.936 Kg       49.187 Kg       47.527 Kg   Beitukóngur        1.025 Kg                0 Kg                 0 Kg   Langa                 3.857 Kg         2.476 Kg          1.854 Kg   Keila                 10.463 Kg         1.250 Kg              559 Kg   Gámafiskur     752.485 Kg     630.907 Kg     7 18.374 Kg   Aðrar tegundir 84.603 Kg        37.190 Kg       56.906 Kg      Samtals        2.342.612Kg  1.973.627 Kg  2.334.091 Kg           Það sem stendur á bak við Gámafisk er  að stærstum hluta Ýsa - Steinbítur og Þorskur   Aflin í febrúar 2007 er 18,7 % meiri  nú en hann var á sama tíma í fyrra og 0,37% meiri en hann var á sama tíma 2005

Ráðning útibússtjóra Fiskistofu í Stykkishólmi

Föstudagur 2. mars 2007 Fiskistofa búin að ráða útibússtjóra Sigurður Arnar Þórarinsson hefur verið ráðinn nýr útibússtjóri væntanlegs útibús Fiskistofu í Stykkishólmi.  Sigurður hefur verið skipstjóri á Arnari SH 157 úr Stykkishólmi undanfarin ár. Ekki hefur verið gengið frá ráðningu í tvö störf veiðieftirlitsmanna.   Frétt tekin af heimasíðu Stykkishólmsbæjar.

Borvaktin um helgina

Sunnudagur 4. mars 2007 Borun var stöðvuð um kl. 14 í gær í 1370 m vegna skyndilegar skolþrýstingsaukningar. Borstrengurinn var tekinn upp úr holunni og í ljós kom að mótorinn hafði bilað. Enginn annar mótor var tiltækur í landinu þannig að síðustu metrarnir í holunni verða boraðir án mótors.  Borkrónan var svolítið eydd þegar hún kom upp. Í þessu harða bergi er holan lítið víðari en sem nemur ummáli krónunnar og nú er neðsti hluti holunnar er því aðeins of þröngur fyrir nýja krónu. Það þarf því að rýma nesta hluta holunnar áður en borun getur hafist á ný. Vonast er til að rýmingu ljúki í kvöld.   Laugardagur 3. mars 2007 Dýpi kl. 7:00 í morgun var 1340 m. Skoltap hefur ekki aukist.  

„TónVest 2007“

Skólamót Tónlistarskólanna á vesturlandi.   Skólamót tónlistarskólanna á vesturlandi fór fram í Hótel Stykkishólmi í gær miðvikudaginn 28.febrúar. Sex skólar tóku þátt: frá Akranesi, Borgarfirði, Ólafsvík, Grundarfirði, Stykkishólmi og Búðardal. Kennarar og skólastjórar mættu til leiks ásamt hópi nemenda frá hverjum skóla en okkar fulltrúar í mótinu voru meðlimir í  Skólahljómsveit Tónlistarskóla Grundarfjarðar. Alls voru saman komnir u.þ.b. 140 hljóðfæraleikarar og skapaðist mikil og góð stemming. Myndir

Úthlutun styrkja Menningarráðs Vesturlands 2007

  Menningarráð vesturlands úthlutaði nú nýverið árlegum styrkjum eins og fram hefur komið hér á vefnum. Tónlistarskólarnir í Stykkishólmi og Grundarfirði fengu úthlutað 200,000 kr. í tilraunaverkefnið „Trommusveit Snæfellsness“. Frumkvæði að þessu verkefni áttu tónlistarkennararnir Martin Markvoll frá Stykkishólmi og Baldur Orri Rafnsson frá Grundarfirði.