- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
42. Þorrablót Hjónaklúbbs Eyrarsveitar verður haldið næstkomandi laugardag. Langar og strangar æfingar hafa átt sér stað hjá góðum hópi fólks sem lagt hefur sig fram við að setja saman skemmtiannál um það helsta sem átt hefur sér stað í Grundarfirði síðasta ár. Ég held að allir sem hafa tekið þátt í þorrablótsnefnd séu mér sammála um að þetta er með því skemmtilegra sem við höfum tekið okkur fyrir hendur.
Síðastliðinn sunnudag var svo komið að því að selja miða á blótið og mætti sá fyrsti á húninn kl. 6:15. Formenn stjórnarinnar buðu gestum afnot af bílskúrnum og buðu jafnframt upp á kaffi og kleinur á meðan á biðinni stóð. Þegar svo landsleikur Íslendinga og Þýskalands skall á þá var komið með sjónvarp svo enginn myndi missa af leiknum. Upp úr 19:09 var komið að því að afgreiða miðana og strax fyrsta kvöldið seldust um 150 miðar sem telst víst mjög gott. Enn eru miðar eftir og bendi ég fólki á að hafa samband við Ellu og Kidda (438 6925 ), jafnframt þarf að sækja ósóttar pantanir fyrir kl. 22:00 miðvikudaginn 31. janúar.