- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
24.-30. september er vika símenntunar sem er kynningar- og hvatningarátak með því markmiði að vekja fólk til umhugsunar um mikilvægi menntunar og þess að ávalt er hægt að bæta við sig þekkingu.
Kíkið við á bókasafninu og kynnið ykkur hvað boðið er upp á s.s. rafræn gagnasöfn, upplýsingaþjónustu, aðstoð við heimildaleitir og útlán.
Heitt á könnunni.
Áhersla Vikunnar í ár er að ná til fólks sem hefur stutta formlega menntun og hvetja það til þess að sækja sér fræðslu. Átakinu er ætlað að hvetja, styðja og örva almenning til þess að afla sér upplýsinga um hvað í boði er og nýta sér það.
Lánað og leitað
Allt árið er boðið upp á safnfræðslu á bókasafninu eða á fundum í félögum og á vinnustöðum. Þetta er liður í kynningu á bókasafninu og þeim möguleikum sem ný tækni og þekking gerir mögulega. Hafið samband í síma 430 8570 eða með tölvupósti, bokasafn (hjá) grundarfjordur.is.