- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Þann 28. september n.k. verður haldinn forvarnardagur í öllum grunnskólum landsins með unglingadeildir undir slagorðinu TAKTU ÞÁTT!
Forvarnardagurinn er haldin að frumkvæði forseta Íslands í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Bandalag íslenskra skáta, Reykjavíkurborg, Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík.
Í tengslum við forvarnardaginn verður haldinn ráðstefna, mánudaginn 25. september n.k. í Háskólanum í Reykjavík. Á henni verður reynt að varpa ljósi á þá þætti sem hafa ber í huga í barna - og unglingastarfi og sérstaklega þeim þáttum sem snúa að forvörnum.
Ráðstefna hefst kl. 13.00.